Gjafaleikur: Langar þig í nýju Bold Metals burstana?

Færslan er unnin í samstarfi við umboðsaðila Real Techniques, sem kosta vinninga fyrir lesendur.

Nýlega bættust við tveir dásamlegir burstar í Bold Metals línuna frá Real Techniques. Ég er forfallinn aðdáandi Bold Metals, á alla burstana og fleiri en einn af hverjum. Ég var virkilega spennt fyrir nýju burstunum en þeir hafa sannarlega ekki valdið mér vonbrigðum!

IMG_2670

Burstarnir tveir eru númer 102 og 203, og annar er gylltur en hinn silfraður. Gyllti burstinn er fyrir andlit og er smærri útgáfa af stóra þríhyrningaburstanum, og er ætlaður í hyljara. Silfurlitaði burstinn er frammjókkandi blöndunarbursti, og að mínu mati akkúrat sá bursti sem hefur alltaf vantað hjá Real Techniques. Pixiwoo systur gáfu einmitt út að margir aðdáendur þeirra hefðu kallað eftir bursta sem þessum, og því var hann gefinn út. Nýju burstarnir sóma sér aldeilis vel í Bold Metals línunni, og mér finnst þeir vera frábær viðbót við þessa flottu línu.

IMG_2650

Þó að gyllti burstinn sé aðallega ætlaður í hyljara nýtist hann í ótrúlega margt fleira. Þar sem hann er flatur gefur hann góða þekju, og það er hægt að leggja vöruna á þau svæði sem maður vill. Hann finnst mér algjörlega frábær í contour skyggingar, þar sem hann er mjög lítill og það er auðvelt að fá skarpar skyggingar með því að koma þríhyrningnum fyrir undir kinnbeinunum. Svo er líka snilld að nota oddinn á honum ef maður þarf að hylja bólur! Eins og allir förðunarfræðingar kannast við er grunnurinn að fallegri augnförðun: blöndun. Ég er strax búin að næla mér í 3stk af þessum silfurlitaða – svo mikið must have finnst mér hann vera. Þetta er hinn fullkomni blöndunarbursti fyrir augnskugga. Ekki of stór svo að liturinn fari útum allt, en ekki of lítill heldur svo hann blandar allt vel. Hann passar fullkomlega í globus línuna og með honum næ ég fallegum, vel blönduðum skyggingum.

IMG_2646

Í samstarfi við Real Techniques á Íslandi ætla ég að gefa FIMM heppnum lesendum sitthvorn burstann ❤

Leiknum er lokið.

233 Comments on “Gjafaleikur: Langar þig í nýju Bold Metals burstana?”

  1. Væri æðislegt, á bara einn púður og einn farða bursta fra Real T svo væri gaman að prufa einhverja öðruvisi bursta 🙂 allir tala mjög vel um Bold Metals svo væri æði!

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: