Ég elska: the Body Shop Piñita Colada

Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

Í seinustu viku fór ég í skemmtilegt boð í the Body Shop, þar sem vörur og saga merkisins voru kynnt. Við fórum heim með fallegan goodie bag en hann innihélt meðal annars tvær vörur úr sumarlínu þeirra, sem lyktar sko alveg eins og sumarið!

IMG_2499.JPG

Sumarlyktin heitir Piñita Colada og lyktar af ananas og kókos. Hún minnir mig á uppáhalds sólarlanda drykkinn minn, piña colada – veit ekki hvað ég drakk marga svoleiðis í Miami seinasta sumar. Ég elska allt með kókos og ananas er líka ofarlega á listanum, svo þessi lykt hittir beint í mark hjá mér. Mig vantaði akkúrat nýtt sturtugel og nú baða ég mig uppúr þessari sumarlegu sápu. Body butterið er með sömu lykt, en lyktin af því er aðeins mildari en af sturtusápunni að mínu mati. Ég held að body butter-in frá Body Shop hafi verið fyrsta kremið sem ég notaði, en ég man að mamma átti alltaf til Shea kremið. Kremin eru dásamlega þykk og mjúk og næra þurra húð. Ég verð að viðurkenna að það er ótrúlega langt síðan ég fór í the Body Shop, og vá hvað það hefur margt breyst hjá þeim (til hins betra). Fullt af nýjum flottum vörum í ótrúlega fallegum umbúðum. Ég sá endalaust af spennandi vörum með flottum innihaldsefnum sem mig dreymir nú um að prófa. Ég fjárfesti í rakaspreyi með C-vítamíni, og augnkremi með E-vítamíni, sem er búið að bjarga mér í fluginu seinustu daga – meira um það seinna!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: