Maria Nila Launch Party

Færslan er ekki kostuð.

IMG_1011

Fyrir stuttu síðan fór ég í boð þar sem komu hárvörumerkisins Maria Nila til landsins var fagnað. Í boðinu voru fagmenn úr hárgreiðsluiðnaðinum á Íslandi, ásamt bloggurum og fjölmiðlafólki. Boðið var á vegum Regalo, sem er umboðsaðili Maria Nila hér á Íslandi. Við hittum tvo af stjórnendum Maria Nila í Svíþjóð, og fengum að heyra það sem þeir höfðu að segja. Það var ótrúlega gaman að fá að kynnast merkinu frá þeim, og heyra söguna á bakvið vörurnar. Mér fannst líka ótrúlega skemmtilegt að Maria Nila strákarnir voru búnir að horfa á myndbandið mitt, og voru ótrúlega hrifnir – ég var alveg upp með mér!

IMG_1041

Ég og Petrea frá Regalo (svo sjáið þið annan Maria Nila strákinn í bakgrunni).

IMG_1108

Við bloggararnir og fjölmiðlafólk með yndislegu Fríðu frá Regalo.

IMG_1093

Ég, Þórunn Ívars og Alexandra Bernharð ásamt Marcus Wikistöm forstjóra Maria Nila.

Allar vörurnar frá Maria Nila eru 100% vegan, cruelty free og eru með viðurkenningu frá Vegan Society, Leaping Bunny og PETA. Mér finnst vegan samfélagið alltaf fara stækkandi og það er frábært að það séu til hárvörur fyrir þá sem kjósa vegan lífsstíl. Mér fannst ótrúlega flott að heyra hversu mikið er pælt í innihaldsefnum samkvæmt Marcus, en allt sem fer í vörurnar hefur tilgang og hefur verið prófað til að fá þær niðurstöður sem óskað er eftir. Í hverri vörulínu eru ákveðin náttúruleg innihaldsefni sem eru áberandi, til dæmis í Soft línunni er það argan olía, í Luminous Color línunni er það granatepli og Repair línan inniheldur algae. Við fengum öll veglegan gjafapoka með okkur heim, en hann innihélt sjampó, hárnæringu, maska og næringarvökva úr Soft línunni, sem ég er búin að vera að prófa og hlakka til að segja ykkur frá. Ein af mínum uppáhalds vörum frá Maria Nila eru svo litanæringarnar, en þær eru alveg ótrúlega sniðugar! Með þeim er hægt að “lita” hárið, en liturinn þvæst svo úr í nokkrum þvottum. Þær opna ekki hárið eins og venjulegur litur og fara því betur með það, og eru fullkomnar til að fríska upp á lit eða breyta um litatón. Ég sýndi dökkbrúnu Color Refresh næringuna á Snapchat um daginn og er búin að fá ótrúlega margar spurningar um hana. Hún er virkilega sniðug fyrir mig til að fríska upp á rótina mína og þegar skolið mitt er farið að dofna!

13340743_10154421257323287_1002950647_o.png

Litanæringarnar eru til í ótrúlega mörgum fallegum litum og ég hlakka til að prófa mig betur áfram með þær!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: