Hugo Extreme Man&Woman

Færslan er unnin í samstarfi við umboðaðila Hugo Boss á Íslandi, og vörurnar í henni voru fengnar að gjöf.

Jæja þá er ég loksins mætt aftur á bloggið! Það er ekki mikið búið að vera að ske hér síðan í seinustu viku, en ég vona að þið fyrirgefið mér þar sem ég hef góða ástæðu. Seinustu fjóra daga er ég búin að vera í fjórum mismunandi borgum, og þess á milli borða ég og sef. Ég er semsagt byrjuð að fljúga og mánuðurinn byrjaði svo sannarlega með látum. En nú er ég komin í frí þar til næstu helgi, og er með fullt af skemmtilegu færslum plönuðum hér – nýr liður á leiðinni og hver veit nema við förum í gjafaleik fljótlega!

IMG_2512

Mig langaði að byrja vikuna á að segja ykkur frá pakka sem við hjúin fengum um daginn. Heiðar var nú aldeilis glaður að fá pakka svona einu sinni, og sérstaklega þegar hann sá hvað var í honum. Við fengum bæði tvö nýju Hugo Boss ilmina en þeir heita Hugo Man Extreme, og Hugo Woman Extreme. Ég hef ekki oft fjallað um ilmi hér á blogginu, en ég er ótrúlega spes með ilmvötn og á erfitt með að finna ilmvötn sem mér finnst passa mér. En þessi ilmur hitti beint í mark og er fullkominn fyrir sumarið sem er framundan!

Karlailmurinn er virkilega góður, en Heiðar sagði strax að hann minnti sig á Dark Blue frá Hugo Boss sem er einn af hans uppáhalds. Hann er mjög góður og ferskur, og við erum bæði sammála um að hann sé mjög nútímalegur og akkúrat svona lykt fyrir unga menn – hann er alls ekki “kallalegur” ef þið skiljið hvað við erum að meina. Í lýsingunni stendur að hann einkennist af grænum eplum í byrjun en hjarta hans ilmar svo af lavander, salvíu og blágresi. Grunntónarnir eru af sedrusvið og balsamfuru.

Kvenilmurinn finnst mér algjört æði. Ef ég ætti að lýsa honum í einu orði myndi það vera: Ferskur. Hann er mjög léttur og góður og flaskan endurspeglar það – ótrúlega falleg og passar fullkomlega uppá borð í snyrtiherberginu. Þetta er algjör sumarilmur en topptónarnir eru af bersaberjum og rauðgresi frá Himalajafjöllunum. Sambac jasmína og svart te eru í hjarta hans, en austurlensk Osmanthus blóm í grunntón. Ég kann nú ekki skil á öllum þessum ilmfræðum en hann er allavega virkilega ferskur og ég elska fyrstu tónana.

Báðir ilmirnir eru Eau De Parfum sem þýðir að maður þarf mun minna af þeim en Eau De Toilette ilmum, og mér finnst alveg nóg að spreyja einni sprautu – það endist allann daginn. Karlmannsilmurinn kemur í 60ml flösku en kvenilmurinn í 30 og 50ml. Mæli með þessum!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: