„Finnst þér þetta í alvöru snilld?“

Færslan er ekki kostuð.

Blogg dagsins er á persónulegri nótum en venjulega. Nýlega er ég búin að fá nokkrar spurningar sem hafa vakið mig til umhugsunar, og mig langar að deila hugsunum mínum með ykkur hérna á blogginu! ❤IMG_0155

Stundum þegar ég hitti fólk sem hefur lesið um eitthvað hér á blogginu þá spyr það mig: “já en fannst þér þetta í alvöru snilld eða varstu bara að skrifa það?”

Byrjum á að fá eitt á hreint. Bloggið mitt er minn staður til að tjá mig, og hér deili ég með lesendum mínum minni ástríðu – einhverju sem ég elska og hrífst af. Ég skrifa alltaf mitt einlæga álit, því að mér þykir vænt um bloggið mitt og mér finnst mikilvægt að það endurspegli mig og mínar skoðanir. Ég myndi aldrei skrifa eitthvað sem væri ekki mín skoðun bara afþví ég hefði fengið vörur að gjöf. Mín trú er nefnilega sú að um leið og þú gerir það, þá er tilgangur bloggsins eyðilagður, og svo veit ég líka að lesendur mínir munu alveg sjá í gegnum svoleiðis. Um leið og mínar skoðanir týnast og ég fer að skrifa eitthvað sem mér finnst ekki í alvöru, þá verður bloggið mitt einskis virði.

Ég hef frá byrjun tekið mér þér þá afstöðu að fjalla um vörur sem ég elska, en ekki endilega um þær sem mér líkar ekki við eða henta mér ekki. Ástæðan fyrir því er þessi: Við erum öll mismunandi. Með mismunandi þarfir. Eitthvað sem hentar mér ekki gæti hentað einhverjum öðrum fullkomlega, og ég myndi ekki vilja að mitt álit myndi standa í vegi fyrir því að einhver fyndi kannski akkúrat það sem hann leitaði að. En ég skil að vegna þessarar afstöðu þá auðvitað lítur það út eins og mér finnist alltaf allt frábært. En það er alls ekki þannig. Ég fæ ýmsar beiðnir um samstarf á blogginu, en ég vel að vinna með þeim sem henta mér og minni sýn, og því sem ég vil setja frá mér. Ég vinn ekki með öllum og stundum gengur samstarfið ekki upp, en þannig er það bara!

Þannig að svarið við spurningunni í titlinum er: já. Auðvitað! Ef að ég skrifa um að mér finnist það snilld, þá finnst mér það snilld. Snyrtivöruheimurinn í dag er svolítið eins og frumskógur, og það er mín ætlun að fræða og deila minni reynslu. Ekki að selja neinum eitthvað. Bara láta vita.

Takk fyrir að lesa og fylgjast með, þið lesendur eruð mér allt!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: