New In: OOTD úr Vero Moda

Færslan er ekki kostuð og vörur voru keyptar af höfundi.

Jæja. Leitinni er lokið. Ég er búin að finna þægilegustu buxur í heimi. Og þær eru líka sjúklega flottar! Ég rölti inn í Vero Moda í gær og fann mér fullkomnar buxur sem eru akkúrat það sem ég er búin að vera að leita að, og rakst í leiðinni á þennan fallega kimono og samfellu sem var að koma til þeirra!

IMG_2357vero

Ég féll semsagt algjörlega fyrir þessum kimono, enda akkúrat minn stíll. Ég er svo mikið fyrir asísk snið og munstur! Hann verður fullkominn í sumar þegar ég ætla sitja úti á pall í góða veðrinu. Mér finnst bæði fallegt að binda hann og að binda bandið aftan á honum og hafa hann opnari.

vero2

Buxurnar eru úr efni sem ég kann ekki skil á, en er það mýksta sem ég hef prófað! Þær líta nefnilega út fyrir að vera svona jakkafatabuxur, en eru svo í raun úr teygjuefni. Ég var líka ótrúlega hamingjusöm að þær væru til í mismunandi lengd, þar sem mínir stuttu fætur eiga oft mjög erfitt með að finna nógu stuttar buxur. Þessar eiga sko eftir að verða mikið notaðar. Samfellan finnst mér svo algjörlega tryllt! Hún smellist að neðan, og er úr röndóttu hálfgengsæju efni, geggjuð!

IMG_2359

Bella vill alltaf fá að vera með þegar við tökum myndir. Hún vill eiginlega vera með í öllu sem ég geri, mér finnst það yndislegt. Þegar ég er að vinna í tölvunni eða læra þá vill hún helst fá að vera innan undir bolnum mínum svo hún geti verið eins mikið með og hægt er!

xxx

2 Comments on “New In: OOTD úr Vero Moda”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: