YSL SUMMER

Færslan er unnin í samstarfi við Yves Saint Laurent á Íslandi og voru vörurnar í færslunni fengnar að gjöf. 

Sumarlínan frá Yves Saint Laurent fór í búðir í gær, en ég fékk nokkrar vörur úr henni til að prófa um daginn. Ég gerði einfalda förðun með nokkrum vörum úr línunni, og nokkrum vörum sem ég átti fyrir frá YSL.

IMG_2318

Þið sjáið allar vörurnar sem ég notaði á myndinni hér að ofan. Á húðina notaði ég Touche Éclat farðann, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Til að birta til undir augunum, á miðju enninu og niður eftir nefinu notaði ég Touche Éclat gullpennan. Á staði þar sem ég vildi hylja bólur eða bletti notaði ég Anti-Cernes hyljarann, en ég sagði einmitt frá því á Snapchat um daginn að hann er orðinn minn uppáhalds bóluhyljari! Hann er ótrúlega kremkenndur og mjúkur, og inniheldur efni sem draga úr roða og þrota, sem er akkúrat það sem maður þarf á bólur. Til að setja hyljarana notaði ég svo hvíta púðrið.

IMG_2315

Í sumarlúkkinu komu tveir nýjir litir af Volupte glossinu, og annar þeirra er þessi á myndinni: nr. 154. Þessi gloss eru með 10x meiri olíur en venjuleg gloss, og næra því varirnar sem er fullkomið fyrir mínar þurru varir. Burstinn er mjög þægilegur, en hann er lagaður eftir vörunum og umlykur þær fullkomlega. Bronslitaði Full Metal fljótandi augnskugginn er ótrúlega sniðugur! Hann er bæði hægt að nota einan og sér, og sem augnskuggagrunn þar sem hann endist í 16 klukkustundir og sest ekki í línur. Liturinn er númer 11 og mér finnst hann alveg ótrúlega fallegur, og fullkominn ef manni langar að fá smá lit og áferð á augnlokið. Eyelinerinn er í tússpennaformi, en svoleiðis eyelinerar eru mínir uppáhalds. Það er svo þægilegt að nota þá! Maskarinn er með skrúflínulöguðum bursta, og formúlan í honum er extra svört. Ég myndi segja að hann væri frekar í því að þykkja, og hann gefur mínum augnhárum alveg ótrúlega mikla aukna þykkt!

IMG_2287

Það eina sem ég setti yfir augnlokið er Full Metal augnskugginn, og svo eyelinerinn. Þegar ég er með áberandi eyeliner finnst mér oft fallegt að sleppa maskara á neðri augnhárunum, og ýkja þannig ennþá meira hvað augun verða möndlulaga. Þið sjáið kannski hvað maskarinn gefur augnhárunum mínum mikla þykkt, og þau eru ótrúlega áberandi og flott! Á vörunum er svo glossið, sem mér finnst ótrúlega sumarlegt og fallegt. Lyktin af glossinu er dásamleg. Það lyktar alveg eins og mangó – gæti næstum borðað það!

Sumarlínan er komin í verslanir og fæst á sölustöðum Yves Saint Laurent.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: