OFRA x MANNYMUA

Færslan er unnin í samstarfi við Fotia.is og vörurnar voru fengnar að gjöf. 

Þegar ég var á Akureyri í seinustu viku komst ég að því hvaðan kaupfíknin mín kemur. Ég er alvarlega að spá í að fara að senda mömmu reikninga fyrir hlutum sem ég kaupi, því ég hef sko greinilega erft kaupfíknina frá henni! Á meðan ég var í heimsókn fékk mamma sendingar frá amk. fjórum mismunandi netverslunum. Einn pakkinn hennar innihélt varalitina sem Manny MUA gerði í samstarfi við Ofra, og fást á Fotia.is. Ég var ekkert lítið öfundsjúk, þar sem mig dauðlangaði í þessa varaliti, enda gullfallegir.

IMG_2172

Mamma keypti að sjálfsögðu alla þrjá litina – því það er auðvitað ómögulegt að velja á milli.  Það kom mér svo sannarlega á óvart þegar ég kom aftur í Garðabæinn, og fékk tilkynningu um að ég ætti pakka á pósthúsi – ég sem í þetta skiptið bjóst ekki við neinum pakka! Ég brunaði samstundið á pósthúsið að deyja úr forvitni. Þar beið mín svo fallegur pakki – og hvað haldiði. Hann innihélt alla þrjá Manny MUA varalitina! Litirnir heita Aries, Charmed og Hypno, og eru hver öðrum fallegri.

IMG_2179

Formúlan í Ofra fljótandi varalitunum er ein af mínum allra uppáhalds. Hún er frekar ólík öðrum fljótandi varalitum sem þorna alveg mattir – en þessi er kremkennd og miklu mýkri. Formúlan er eins og þeytt ‘mousse’, og það er dásamlegt að bera hana á sig. Hún þornar ekki mikið, heldur helst mjúk og kremkennd allan tíman sem maður er með þá á sér. Það hentar mér einstaklega vel þar sem þurru varirnar mínar þola ekki alltaf alveg matta, þurra varaliti. Litirnir eru svo bara dásamlegir. Manny bjó til hina fullkomnu samsetningu af ljósum, milli og dökkum varalit – og maður þarf eiginlega bara að eiga þá alla!

ofra

Aries er sá ljósasti, og sá sem kom mér mest á óvart. Ég held eiginlega að hann sé minn uppáhalds! Þegar ég setti hann á mig fyrst fannst mér hann alveg í það ljósasta, en eftir nokkrar mínútur venst maður honum og mér finnst hann algjörlega ómótstæðilegur. Ég vissi að ég myndi elska Charmed, en það er svona litur eins og ég er oftast með. Bleiktóna nude millilitur, fullkominn hversdags eða bara hvenar sem er. Hypno er svo dásamlegur berjarauður dökkur litur, sem er akkúrat svona dökkur eins og mér finnst fallegir. Ekki of dökkur, en samt nógu dökkur.

Ofra x Manny MUA litirnir eru í takmörkuðu upplagi og ég mæli með að næla sér í þá HÉR áður en það er of seint!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: