Clarisonic Deep Pore Cleansing
Færslan er unnin í samstarfi við Clarisonic Iceland og vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.
Síðan ég fékk Clarisonic tækið mitt í jólagjöf hefur mér fundist það vera ómissandi partur af minni húðumhirðurútínu. Ég finn mikinn mun á húðinni ef ég nota það ekki, og hún er bara einfaldlega ekki jafn hrein! Nýlega eignaðist ég djúphreinsi-burstahöfuðið og djúphreinsinn, en það er frábært par til að hreinsa húðina ennþá betur.
Djúphreinsiburstinn er sérstaklega hannaður til að hreinsa upp úr opnum svitaholum. Hann hefur dual-action hár sem hreinsa ennþá betur en hárin á venjulega burstanum, svo þessi bursti er fullkominn þegar húðin þarf extra góða hreinsun. Hann er ekki ætlaður til daglegrar notkunar, heldur frekar þegar húðin þarf á að halda. Ég sé fyrir mér að ég muni nota minn svona einu sinni í viku, með Deep Pore hreinsinum, og svo kannski góðum leirmaska eftir á. Hreinsirinn er gerður fyrir olíumikla húð, eða opnar svitaholur. Hann er gelkenndur og inniheldur róandi eucalyptus, svo hann er ekki þurrkandi fyrir húðina. Mér finnst hreinsirinn algjörlega frábær, þar sem ég finn hvað hann hreinsar vel án þess að þurrka húðina mína – sem er yfirleitt það sem gerist þegar ég nota djúphreinsa. Ég nota hann líka með venjulega burstanum, þegar húðin mín er extra olíumikil, og svo með djúphreinsiburstanum.
Núna er í gangi Clarisonic kynning í Hagkaup Kringlunni og Smáralind, og er 20% afsláttur af öllum Clarisonic vörum, auk þess sem kaupauki fylgir hverju keyptu tæki. Kynningin stendur til 25. maí.
xxx