Ég mæli með: Tannvittun.is!
Færslan er unnin í samstarfi við Tannhvittun.is og vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.
Í fyrradag deildi ég því með Snapchat fylgjendum þegar ég skellti mér í tannhvíttun, og langaði að segja ykkur frá og sýna ykkur fyrir og eftir myndir!
Tannhvíttun.is gerir tannhvíttun með laser. Ég hef áður farið í tannhvíttun með laser, en ekki hjá þeim. Þegar ég fór seinast var tannhvíttunin svolítið óþæginleg, en ég fann fyrir sting í tönnunum, og svo voru þær aðeins viðkvæmari fyrir kulda eftir á. Það kom því alveg ótrúlega vel á óvart þegar ég fann ekkert fyrir því í þetta skiptið, og ég hef ekki fundið fyrir neinum viðkvæmari tönnum eftir á heldur. Tannhvíttunarferlið virkar þannig að gel er borið á tennurnar, og síðan laser beint að þeim í 15-20 mínútur, og þetta er endurtekið um fjórum sinnum. Meðferðin tekur því um 80 mínútur í heild, en áður en hafist er handa fékk ég nokkrar spurningar um tennurnar mínar. Allt hjá þeim hjá Tannhvíttun.is var ótrúlega professional, og mér leið mjög vel hjá þeim. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli því manni er auðvitað annt um tennurnar sínar!
Þó að ég hafi alls ekki verið með mjög gular tennur, þá birti alveg ótrúlega fallega til yfir þeim eftir tannhvíttunina. Það sem gerist í ferlinu er að tennurnar opnast, og hægt er að ná óhreinindum upp sem ekki er hægt með venjulegri tannburstun. Meðferðin fer ekki illa með glerunginn og eins og ég segi hef ég ekki fundið fyrir neinum óþægindum síðan ég fór. Ég drekk mikið kaffi svo það var örlítið farið að setjast á tennurnar, en eftir meðferðina finnst mér það hafa horfið alveg.
Hjá þeim er svo hægt að kaupa sérstaka eftirmeðferð, en það er þessi tannfroða sem þið sjáið á myndinni. Hún virkar eins og tannkrem, en er í froðuformi, og heldur tönnunum hvítum ennþá lengur. Froðan virkar líka alveg þó maður sé ekki búin að fara í laser tannhvíttun, og virkar þá eins og hvíttunartannkrem. Það er alveg ótrúlega þægilegt að nota hana, hún er mjög létt og bragðgóð. Þið getið keypt froðuna HÉR.
Ég er alveg ótrúlega ánægð með árangurinn minn af laser tannhvíttuninni. Brosið mitt hefur aldrei verið bjartara og ég vill helst vera brosandi allann daginn!
Þið getið fundið allar upplýsingar HÉR.
xxx