Ég elska: Tony Moly Banana Sleeping Pack

Færslan er unnin í samstarfi við bananamilk.is og var varan fengin að gjöf.

Ég fékk nýlega tækifæri til að kynnast nokkrum vörum frá nýrri vefverslun sem mun bráðlega líta dagsins ljós hér á Íslandi – bananamilk.is. Ég er alveg ótrúlega spennt að segja ykkur frá þeirri fyrstu sem er strax komin í uppáhald hjá mér!

IMG_1787

Stelpurnar hjá Bananamilk.is bjóða upp á húð- og snyrtivörur frá Kóreu, og ég fagna þessum skemmtilegu kóresku merkjum sem eru nú að bætast við flóruna hérna á Íslandi! Kóreskar konur eru nú líka aldeilis þekktar fyrir fullkomna húðumhirðu, og það eru mörg fegurðarleyndarmálin sem koma frá þeim upphaflega. Ég hef áður prófað nokkrar vörur frá Tony Moly, en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera í ótrúlega krúttlegum og skemmtilegum pakkningum. Varan sem ég var spenntust fyrir var þessi á myndinni hér að ofan – Banana Sleeping Pack. Þetta er semsagt næturmaski, sem er borinn á hreina húð um kvöldið. Svo vaknar maður bara með silkimjúka og fallega húð daginn eftir!

IMG_1784

Maskinn inniheldur bananaþykkni og kamillu, sem gefur raka og róar og sefar húðina. Hann er frábær fyrir þreytta húð sem þarf raka, og ég elska að bera hann á mig á kvöldin og vakna með endurnærða og fallega húð daginn eftir. Hann lyktar eins og banani, sem mér finnst dásamlegt. Maskinn sjálfur er frekar þykkur og kremkenndur, en bráðnar á húðinni þegar hann er borinn á. Hann verður þannig að þunnu lagi á húðinni, og er fljótur að smjúga inn svo hann klístrast ekki of mikið í koddann. Morguninn eftir hreinsa ég svo húðina eins og ég geri venjulega á hverjum morgni, en þar sem þetta er maski þarf að hreinsa hann af. Þetta er algjörlega frábær rakamaski, og svo er verðið á honum alveg ótrúlega gott miðað við magn! Ég er búin að nota minn 5 sinnum, og það er alveg nóg eftir, svo ég giska á að hann endist í allavega 10-15 skipti, fer kannski eftir magni sem notað er í hvert skipti.

Heimasíða Bananamilk.is mun fara í loftið von bráðar, en þangað til er hægt að panta vörur frá þeim á Facebook síðunni þeirra HÉR.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: