Í tilefni mæðradagsins..

..langar mig að segja ykkur aðeins frá mömmu minni.

11802807_10206699490381815_578471429606525499_o

Við deilum nafni og sameiginlegri ást á sítrónum, og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir hana. Á svona dögum finnst mér erfiðast að búa ekki í sama bæjarfélagi og fjölskyldan mín, en í staðinn get ég deilt með ykkur nokkrum staðreyndum um mömmu mína. Mamma mín er svona mamma sem brunar til manns rétt fyrir miðnætti með banana, vegna þess að maður keypti óvart bökunarbanana í bananpönnukökurnar sem baka átti morguninn eftir (svo þið vitið það þá bera bökunarbananar sannarlega ekki nafn með rentu og ég mæli alls ekki með því að reyna að búa til pönnukökur úr þeim). Ég get ekki ýmindað mér betri manneskju í móðurhlutverkið, því hún gerir allt fyrir alla og nýtur þess að vera með fjölskyldunni. Við systurnar þekkjum það svo sannarlega, enda oft orðnar óþolinmóðar að komast heim úr fjölskylduheimsóknum. Ef það væru til verðlaun fyrir framúrskarandi móðurleg afrek, þá væri mamma sennilega búin að fá þau nokkur. Hún kann að baka allar góðu kökurnar og síðan ég man eftir mér hefur hún saumað öskudagsbúninga og föndrað jólakort. Fyrir jólin er erfitt að finna fersentímeter á heimilinu sem er ekki skreyttur, og þú getur ekki stigið þrjú skref án þess að vera búinn að rekast á heimaföndrað jólaskraut eftir okkur systurnar. Trölladeigs-kertastjakinn sem ég málaði í leikskóla er líka ennþá uppá hillu – enda mikið afrek.

11183450_10205955144373630_3203929197961737996_n

Það eru fáar manneskjur í mínu lífi sem skipta mig jafn miklu máli og mamma. Hún er alltaf til staðar fyrir mig, og hefur staðið við bakið á mér í gegnum svo margt. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ekki væri fyrir hana, og allt tuðið í gegnum árin hefur skilað mér á betri stað. Mömmur þurfa nefnilega stundum að tuða, og með árunum rennur upp fyrir manni að það var manni allt til góðs Þó að ég geti aldrei borgað henni til baka allt sem hún hefur kennt mér, þá reyni ég mitt besta með því að kenna henni að taka betri selfies og hvernig á að countora og highlighta. Hún er sannarlega yndisleg og mig langar að hvetja alla lesendur til að knúsa mömmur sínar í tilefni dagsins. . Ég veit allavega hvar mitt knús verður næstu helgi!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: