Ég elska: RapidLash og RapidBrow

Færslan er unnin í samstarfi við umboð RapidLash á Íslandi, og varan var fengin að gjöf.

Þeir sem fylgjast með á Snapchat muna kannski eftir því fyrir áramót þegar ég prófaði að kaupa mér RapidLash og sýndi ykkur árangurinn sem var ótrúlegur. Þegar ég kláraði vöruna keypti ég mér ekki strax nýja, svo að augnhárin mín fóru aftur í sitt gamla ástand. Núna fyrir um mánuði síðan byrjaði ég svo aftur að nota RapidLash, og líka RapidBrow í þetta skiptið, og tók fyrir og eftir myndir til að sýna ykkur árangurinn!

IMG_1728

RapidLash og RapidBrow eru tvær mismunandi vörur, en önnur er ætluð fyrir augnhárin og hin fyrir augabrúnirnar. RapidLash er borið á einu sinni á dag, á kvöldin, en RapidBrow er borið á bæði kvölds og morgna. RapidLash kemur með litlum örmjóum bursta til að bera alveg uppvið rót augnháranna eins og eyeliner, en RapidBrow er með greiðu og er borið í augabrúnina sjálfa. Eins og ég sagði hafði ég áður prófað RapidLash, en þetta er í fyrsta sinn sem ég prófa RapidBrow. RapidLash inniheldur Hexatin 1 sem er háþróað efni sem styrkir og byggir upp augnhárin og bætir þannig útlit þeirra. Augabrúnavaran inniheldur virka efnið Hexatin 2, sem er sambærilegt efni nema þróað fyrir augabrúnir og gerir hárin sýnilegri og þykkri. Á pakkanum á RapidLash stendur að árangur sjáist á 30 dögum, en á 60 dögum með RapidBrow. Nú er ég búin að prófa bæði og sé svo sannarlega árangur!

rapidlash

Hér sjáið þið fyrir og eftir mynd af augnhárunum mínum eftir 30 daga notkun. Þau eru mjög greinilega orðin þykkri og lengri, þó þau hafi verið ágætlega löng fyrir. Athugið að þessi árangur er eftir 30 daga, en mælt er með að nota efnið í 8 vikur að minnsta kosti. Seinast þegar ég prófaði man ég að ég sá mikinn mun eftir 4 vikur, en ennþá meiri eftir 8 vikur svo ég hlakka til að sjá augnhárin mín verða ennþá fallegri á næstu vikum! Þegar þessum 8 vikum er lokið er svo mælt með að nota það 1-2 sinnum í viku til að viðhalda árangrinum, og það ætla ég klárlega að gera í þetta skiptið. Ég hef alltaf verið með ágætlega löng og fín augnhár, en eftir að ég byrjaði að nota RapidLash eru þau orðin alveg ótrúlega löng og mun þykkri – sem er mesti munurinn fyrir mig þar sem þau hafa alltaf frekar þunn og fíngerð þó þau séu löng. Ég er endalaust spurð hvort ég sé með augnháralengingar eða gerviaugnhár þegar ég er með maskara, sem er ótrúlega gaman!

Ég er strax byrjuð að sjá mun á augabrúnunum mínum núna eftir 30 daga, en þær eru orðnar mun sýnilegri og þéttari. Ég hef alltaf verið með mjög fá en löng hár í augabrúnunum (svipað og augnhárin) en ég sé að þau eru að þykkna og verða sýnilegri. Ég var einmitt að spá í því um daginn hvort að þær væru að dökkna þar sem ég er ekki búin að lita þær heillengi, en samt eru þær mun dekkri en þær eiga að vera – en fattaði svo að hárin eru bara að þéttast svo þau sjást miklu betur. Ég þarf líka miklu minna að fylla inn í þær en venjulega, og finnst ég loksins komast upp með að fara út úr húsi án þess að fylla inní þær!

Ég get ekki mælt nógu mikið með þessu undraefni – fyrir mig er þetta búið að virka alveg ótrúlega vel, og mun meira en ég bjóst við í byrjun! RapidLash og RapidBrow fæst í apótekum.

1 Comments on “Ég elska: RapidLash og RapidBrow”

  1. Pingback: Eyebrow Transformation | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: