5 uppáhalds í apríl!

Sumar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf (stjörnumerktar), en aðrar keyptar af höfundi sjálfum.

Þá er komið að 5 uppáhalds vörum sem hafa verið í mikilli notkun seinasta mánuðinn!

april

1. Maria Nila Salty Cream*: Þetta er í raun og veru eins og saltsprey fyrir hárið – nema í kremformi. Þessi mótunarvara finnst mér fullkomin fyrir mig, því hún heldur hárinu mínu fínu án þess að gera það hart. Ég er nefnilega alltaf að fikta í því yfir daginn og þoli ekki að nota sprey eða annað sem gera það hart. Fullkomið til að nota með fallegum liðum t.d.! Og lyktin er dásamleg!

2. Beautyblender Nude: Ég eignaðist nude litaða Beautyblenderinn í mánuðinum! Ég var búin að bíða spennt eftir þessum, en mér finnst hann einstaklega sætur og pakkningarnar ofur krúttlegar í þokkabót. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að það myndi mögulega ekki sjást þegar hann væri skítugur þar sem hann er brúnn – en það sést reyndar alveg svo ég get ekki blekkt neinn og þarf því ennþá að vera opinber sóði. Það er samt mjög mikilvægt að vera dugleg að hreinsa förðunarsvampana sína og ég mæli ekki með að tefja það jafn lengi og ég geri.

3. Clinique Chubby Stick Intense Curviest Caramel: Þennan eignaðist ég úr Sephora fyrir nokkrum mánuðum síðan, en hann komst svo í mikið uppáhald í prófatíðinni. Þessi litur er fullkominn til að fríska aðeins upp á varirnar, auk þess sem hann gefur góða næringu í leiðinni og því fullkominn fyrir upptekna námsmenn í stresskasti.

4. L’oreal Wings Sculpt*: Þið hafið vonandi ekki misst af því þegar ég skrifaði um þennan HÉR. Ef þið hafið verið svo óheppin mæli ég með að kíkja á færsluna núna, því þessi frábæri maskari er algjörlega orðinn einn af mínum uppáhalds!

5. Nu Skin NaPCA Moisture Mist*: Ég fékk um daginn þetta rakasprey frá merkinu Nu Skin. Í rauninni er þetta mjög svipuð vara og Fix+ frá Mac, en kemur í mun stærri umbúðum og er á ótrúlega góðu verði miðað við það! Ég spreyja þessu yfir andlitið hvenar sem er þegar mig langar að fá auka raka, og lyktin er ótrúlega fersk og góð.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: