Neglur: Essie Spring 2016 + Matte About You

Færslan er unnin í samstarfi við Essie á Íslandi og vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf.

IMG_1552

Fyrir helgi áskotnuðust mér þrír fallegir litir úr vorlínu Essie, ásamt nýjustu viðbótinni við naglalakks-flóruna þeirra, Matte About You! Vorlínan samanstendur af fimm fallegum litum, en ég var langmest skotin í þessum þrem.

IMG_1562

Frá vinstri til hægri eru litirnir: High Class Affair, Lounge Lover og Shades On. Ég er yfir mig ástfangin af High Class Affair en mér finnst það vera akkúrat liturin sem vantar í venjulegu litalínu Essie – nude-ferskjulitaður! Lounge Lover fer svo beint á tærnar, en það er löngu kominn tími til að gera þær tilbúnar fyrir sandalana í sumar. Shades On finnst mér svo ótrúlega fallegur fjólublár, mjög sumarlegur og fallegur og verður örugglega fínn við flugfreyjukjólinn í sumar.

IMG_1559

Matte About You er svo lakk sem ég veit að margir eru búnir að bíða spenntir eftir, en það er matt yfirlakk sem gerir alla liti matta. Ég hef prófað nokkur svona mött yfirlökk (og prófað að búa það til sjálf), og ég er ekki frá því að þetta sé það besta sem ég hef prófað. Það sem mér finnst mikill kostur við það er að það þornar ótrúlega hratt, og áferðin verður virkilega fallega mött. Það er ótrúlegt hvað litir breytast við að verða mattir og með svona yfirlakki getur maður breytt naglalakks-lúkkinu á augabragði!

IMG_1569

Hér sjáið þið litinn ‘High Class Affair’ ásamt matta yfirlakkinu. Ég er búin að fá mikið af spurningum um neglurnar mínar upp á síðkastið – ýmist er ég spurð hvar ég fari í neglur, en þegar ég segi að þetta séu mínar náttúrulegu neglur, þá er ég spurð hvað ég geri til að halda þeim svona löngum. Í rauninni er ég ekki með neitt töfraráð, ég er með mjög góðar neglur og hef alltaf verið. Þær vaxa mjög hratt og eru sterkar, svo þær brotna ekki svo auðveldlega, en hinsvegar hjálpar alltaf að nota góðar styrkingar! Grow Stronger frá Essie og 7in1 næringin frá L’oreal eru í uppáhaldi, og ég nota þær til skiptis og finnst það gera gæfumuninn!

xxx

1 Comments on “Neglur: Essie Spring 2016 + Matte About You”

  1. I have noticed you don’t monetize your website, don’t waste your traffic, you can earn additional cash
    every month because you’ve got high quality content.
    If you want to know how to make extra money, search for: Mertiso’s tips best adsense
    alternative

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: