Skincare: ageLOC Me Custom Made

Færslan er unnin í samstarfi við Nu Skin og vörurnarí færslunni voru fengnar að gjöf. 

Eins og ég sagði ykkur frá HÉR fékk ég að gjöf krem-vél um daginn, sem ég er búin að vera að nota síðan þá. Í fyrri færslunni sagði ég ykkur frá því hvernig vélin sjálf virkar, en nú langar mig að segja ykkur aðeins betur frá kremunum!

IMG_1541

Rétt eftir páska fékk ég sendan pakka með mínum sérgerðu kremum. Ég fór í gegnum ferlið þar sem fundið er út hvaða krem henta mér á netinu, en það var ótrúlega auðvelt og skemmtilegt. Þar fer maður í gegnum nokkur skref þar sem maður segir frá hvernig húðin manns er, og stillir til dæmis inn hversu mikið af hrukkum eða línum maður er með, og hversu stórar svitaholur maður hefur. Svo fer maður í gegnum nokkur skref þar sem maður velur hvernig maður vill raunverulega hafa kremin sín. Ég er til dæmis með venjulega/blandaða húð, en vill samt nota krem sem eru þykk, en svoleiðis krem eru oft bara gerð fyrir þurra húð. Núna gat ég valið mér þykk krem, hvort ég vildi sólarvörn og lyktarefni og svo framvegis, allt eftir mínu höfði!

IMG_1536

Pakkinn sem ég fékk svo sendan með kremunum mínum eru svo þau krem sem koma út úr prófinu, henta minni húðgerð og eru sniðin að því hvernig ég vil hafa krem. Við erum auðvitað öll með einstaka og ólíka húð, svo afhverju ætti ég að nota endilega að nota eins krem og einhver annar? Eins og ég sagði ykkur frá í  fyrri færslunni er meðalmanneskja með yfir 60 vörur inni á baðherbergi, en notar aðeins 11 – mögulega afþví einhverjar vörur henta manni ekki alveg eins og maður vildi, svo maður kaupir nýjar og leitar endalaust að þeim sem henta manni fullkomlega. Með þessu tæki og tilkomu þess að geta valið akkúrat þau krem sem henta þér losnar maður við þessa endalausu leit af einhverju sem hentar manni og maður finnur kannski aldrei.

IMG_1538

Nýju kremin mín fóru auðvitað beint í vélina og ég er búin að vera að nota þau síðan þá. Ég elska extra þykka næturkremið mitt, en ég er strax búin að ákveða að næst langar mig að breyta aðeins dagkreminu mínu. Það er nefnilega ekkert mál að breyta aftur ef maður vill hafa það aðeins öðruvísi næst! Þannig gæti maður líka breytt á milli árstíða til dæmis, ef maður vill nota þykk krem á veturna en þynnri á sumrin. Serumin í vélinni eru frábær, en þau eru í þrem hylkjum vegna þess að þau innihalda efni sem að mega ekki blandast saman fyrr en á húðinni til að halda fullri virkni. Þau koma úr vélinni í 40 örþunnum lögum, og ef maður horfir vel á serumið þegar það er komið úr vélinni sér maður þessi lög – minnir mig á smjördeig!

IMG_1534

Með kremunum er ég búin að vera að nota hreinsinn sem mælt er með, en hann er líka úr ageLOC Me línunni. Hann er mjög léttur og freyðandi, og hentar fullkomlega með Clarisonic burstanum mínum. Til að djúphreinsa húðina á milli nota ég skrúbbinn sem sést a myndinni, en hann finnst mér frábær. Hann er einstaklega fínkornóttur og fægir húðina frekar en að skrúbba hana. Það eina sem vantar í vélina er augnkrem, en ég er búin að vera að nota Intensive Eye Complex frá Nu Skin og það hefur reynst mér ótrúlega vel. Ég er með frekar þurra húð í kringum augun, en þetta krem er þykkt og dásamlegt til að bera undir augun, og ég nota það kvölds og morgna.

Ef ykkur langar að vita meira um kremin eða vörurnar,  nú eða eignast svona tæki, mæli ég með að hafa samband við næsta Nu Skin dreifingaraðila. Ef þið þekkið ekki dreifingaraðila getið þið smellt HÉR og skráð ykkur, og fáið þá samband við stuðningsaðila.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: