Ég mæli með: Maria Nila Volume
Færslan er unnin í samstarfi við Maria Nila og vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf.
Fíngerða, flata hárið mitt eignaðist nýja vini um daginn – en Volume línan frá merkinu Maria Nila er búin að vera í miklu uppáhaldi!
Síðan ég byrjaði að nota Volume línuna frá Moroccanoil fyrir rúmlega ári síðan, þá hefur ekkert sjampó og hárnæringar-combó komist með tærnar þar sem það hefur hælana þegar kemur að hárinu mínu. Eins og ég ef nefnt oft áður, er ég með mjög fíngert hár, sem verður auðveldlega flatt og sleikt upp við höfuðið ef ég nota of þungar vörur í það. Þessvegna vel ég mér alltaf línur sem heita Volume-eitthvað, því ég vil gera sem mest úr því. Þó að ég elski ennþá Moroccanoil línuna, þá er alltaf gott að geta breytt til og loksins er ég búin að finna línu sem hentar jafn vel og það fyrir mitt hár. Maria Nila er sænskt hárvörumerki sem er nýlega komið til landsins. Umbúðirnar hjá merkinu eru örugglega þær allra fallegustu sem ég hef séð, en mig langar helst að hafa þær inni í stofu uppá hillu! Það sem einkennir merkið eru náttúruleg innihaldsefni, fallegar umbúðir, fersk lykt og nýstárleg nálgun á hárvörur. Allar vörurnar eru súlfat og paraben fríar, 100% vegan og úr endurvinnanlegum umbúðum. Mér hefur fundist hjálpa mikið fyrir hárið mitt að nota SLS (súlfat) frí sjampó, en þau eru lengur að freyða og skapa þannig meiri fyllingu í hárið. Í Volume sjampóinu og næringunni er B5 vítamín, sem gefur fyllingu og styrkir hárið. Næringin er mjög nærandi, án þess að vera þyngjandi samt – en mér finnst oft erfitt að finna jafnvægið þarna á milli. Ég vil nefnilega nota mjög nærandi næringar sem gera hárið mitt silkimjúkt, en þær mega ekki þyngja það of mikið. Í sjampóinu og næringunni er líka “Colour Guard Complex” sem verndar litinn í hárinu, og heldur honum fallegum lengur. Næst á dagskrá er svo að prófa litanæringuna frá Maria Nila, en mig langar að sýna ykkur fyrir og eftir mynd þegar hárliturinn minn er farinn að dofna aðeins meira. Stay tuned!
xxx