Ég elska: Ilmolíulampann minn!

Færslan er unnin í samstarfi við Ilmoliulampar.is og var varan í færslunni fengin að gjöf.

Ef þið eruð að fylgjast með á Snapchat eruð þið örugglega ekki búin að missa af nýjasta hlutnum á heimilinu, en það er dásamlegur ilmolíulampi sem ég er algjörlega hugfangin af!

IMG_1390

Þegar ég heyrði fyrst af því að það væru til sérstakir ilmolíulampar til að dreifa ilmolíum út í andrúmsloftið varð ég alveg ótrúlega spennt. Ég er nefnilega algjör lyktar-perri. Ég er rosalega næm á lykt og elska að hafa góða lykt í kringum mig. Mér finnst ilmolíur frábærar en ég hafði ekki átt neitt tæki sem ég gat notað til að dreifa þeim um andrúmsloftið, fyrr en nú! Lampinn minn heitir Aria, og er stór glerlampi með ljósi sem skiptir litum.

IMG_1388

En hvað er eiginlega ilmolíulampi? gætuð þið spurt. Og svarið skal ég gefa ykkur!

Ilmolíulampar eru í fyrsta lagi rakatæki, sem að hreinsa andrúmsloftið og gefa því raka. Það er svo hægt að bæta ilmolíum út í vatnið sem fer í hann til að fá góðan ilm, en það má líka sleppa því og þá er gufan sem kemur úr honum lyktarlaus. Maður finnur mikinn mun á loftinu í kringum lampann, en það er mun kaldara og ferskara en venjulegt loft. Ýmindið ykkur að vera úti í náttúrunni við rennandi á – þannig myndi ég helst lýsa loftinu! Ilmolíulamparnir framleiða líka neikvæðar jónir, en þær hafa jákvæð og upplyftandi áhrif á sálina og skapið. Ég veit að minnsta kosti að þegar ég er heima hjá mér vil ég helst alltaf hafa lampann minn við hliðina á mér, því mér líður alveg ótrúlega vel í kringum hann. Bæði vegna þess að loftið og lyktin er fersk og góð, og svo held ég að neikvæðu jónirnar láti mér líka líða betur án þess að ég viti nákvæmlega hvernig!

IMG_1367

Það eru til alveg ótal margar tegundir af ilmolíum í lampann, en ég valdi mér þessar fimm.  Black er klárlega mín uppáhalds – ekta svona SPA lykt sem ég elska að hafa heima hjá mér og inni í svefnherbergi. Unwind er svo ennþá meira slakandi, og er fullkomin þegar ég þarf að sofa vel. Ég er alltaf ótrúlega hrifin af vanillu lykt, svo ég fékk mér Southern Vanilla – ótrúlega hlýleg og góð og alveg eins og maður sé nýbúin að baka köku. Watermelon er yndisleg! Sæt og góð sumarlykt sem verður svo ótrúlega fersk úr lampanum. Það kemur svo örugglega engum á óvart að ég hafi fengið mér Lemon, en ég held ég fái aldrei nóg af sítrónulykt. Ekki bara lyktar hún vel, heldur er hún líka bakteríudrepandi, og heldur flugunum í burtu – ekki amalegt það! Það eru til allskonar ilmolíur sem virka sérstaklega vel við allskonar einkennum – astma, flökurleika, sýkingum..eiginlega bara hverju sem er! Til dæmis á Peppermint lyktin að virka einstaklega vel fyrir óléttar konur með morgunógleði..ótrúlega sniðugt!

IMG_1378

Eins og ég sagði í byrjun er lampinn minn með ljósi sem skiptir litum, en það er líka hægt að stoppa ljósið í einum ákveðnum lit, eða slökkva alveg á ljósinu sem er snilld þegar ég vil hafa hann í gangi á nóttunni. Hann slekkur sjálfur á sér þegar vatnið er búið svo ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hann ofhitni. Gufan kemur út um lítið op efst á honum, og hann er mjög hljóðlátur. Lyktin sem kemur þegar ég er búin að setja í hann ilmolíur er svo ótrúlega mild og góð, og alls ekkert yfirþyrmandi – ekkert í líkingu við það ef maður myndi kveikja á reykelsi til dæmis, mun ferskari! Maður getur líka alveg ráðið hversu mikla lykt maður vill fá, eftir því hvað maður setur marga dropa af ilmolíu. Kærastinn var til dæmis ekkert alltof spenntur þegar ég sagðist vera að koma heim með ilmolíulampa, því hann hélt að nú yrði heimilið okkar angandi af sterkri lykt. En núna er hann meirasegja farinn að biðja mig um að kveikja á lampanum, því það er svo ótrúlega notalegt að hafa ferska og góða lykt heima hjá sér! Ég er algjörlega ástfangin af þessu undratæki en nú langar mig bara í fleiri svo ég geti haft einn í hverju herbergi haha.

Þú getur skoðað úrvalið af lömpum og olíum HÉR.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: