Yves Saint Laurent Top Secrets
Færslan er unnin í samstarfi við Yves Saint Laurent og vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf.
Yves Saint Laurent hefur mörg góð leyndarmál að geyma, en þessar tvær vörur eru svo sannarlega leyndarmál sem mér finnst vert að deila!
Instant Moisture Glow (svarta): Fallega ljómandi húð er mitt uppáhald, og þessi multi-purpose vara er fullkomin fyrir ljómaunnendur eins og mig! Þetta er létt krem, en áferðin á því finnst mér helst líkjast primer. Það gefur ótrúlega fallegan ljóma og raka sem endist í 72 klukkutíma. Fyrir þær sem eru ekki með þurra húð væri nóg að nota þetta eitt og sér á hreint andlit undir farða, en það er líka í góðu lagi að nota andlitskrem með. Mér finnst dásamlegt að bera þetta á mig áður en ég set á mig farða, en það sléttir húðina og gefur fullkominn grunn undir farðann. Það er líka æðislegt að setja þetta yfir farða ef maður vill ekki púðra yfir, og matta þannig og slétta en halda ljómanum í leiðinni! Þetta verður mikið notað í flugunum í sumar, þar sem húðin mín verður alltaf ótrúlega þurr í flugvélaloftinu.
Top Secrets BB Cream (hvíta): Þetta er orðið eitt af mínum uppáhalds BB kremum, enda alveg ótrúlega fallegt. Á sumrin finnst mér oft betra að vera með BB krem frekar en fullþekjandi farða, og ég veit að þetta verður mikið notað. Það sem ég elska mest við það er að það gefur mér ótrúlega fallega ljóma, sléttir úr misfellum og litaleiðréttir. Þetta er svolítið svona “allt sem þú þarft” í túbu, og það er ótrúlega þægilegt að skella því á sig ef maður hefur ekki tíma til að taka sig til. Það nýtist líka eins og primer, þar sem það sléttir húðina og fyllir upp í fínar línur!
xxx