Ég elska: L’oreal False Lash Wings Sculpt maskarann!

Færslan er ekki kostuð. Varan í færslunni var fengin að gjöf.

IMG_1079

Um daginn fékk ég nýjan L’oreal maskara í hendurnar. L’oreal maskararnir eru að mínu mati einir þeir bestu á markaðnum, og ég veit að það eru margir sammála mér. So Couture maskarinn er búinn að vera minn uppáhalds mjög lengi, og mér finnst must að eiga hann alltaf ofan í skúffu. Ég var því mjög spennt að skoða nýja maskarann þeirra, en hann er partur af svokölluðu “Sculpt” lúkki hjá L’oreal. Spenningurinn náði hinsvegar ekki mikið lengra en það að ég opnaði hann, sá greiðuna, og prófaði hann aldrei. Hann lítur nefnilega svolítið skringilega út!

IMG_1085

Greiðan er tæknilega séð bara með einni hlið sem þú notar, og á henni eru mjög stutt hár úr gúmmí. Ég elska gúmmíbursta, en þessi bursti fannst mér aðeins of einkennilegur fyrir minn smekk, svo ég eins og ég sagði, prófaði hann ekkert.

Héðan í frá þá ætla ég að muna að maður á alltaf að prófa.

Þetta er svona eins og mamma sagði við mig þegar ég var lítil og vildi ekki borða einhvern mat – þú veist ekki hvort þér finnist hann vondur nema þú prófir.

En raunin með þennan maskara var hinsvegar allt önnur en slæm – því mér finnst hann algjörlega dásamlegur! Þetta er í alvöru einn besti maskari sem ég hef prófað! Hann gefur ótrúlega mikið af formúlu á augnhárin í einu, án þess að klessa þau saman og ég get greitt fullkomlega úr þeim. Hann gerir augnhárin extra “vængjalaga” – sem er akkúrat lúkkið sem ég elska. Formúlan er kolsvört og alveg ótrúlega falleg. Ég algjörlega elska þennan maskara! Ég var með hann á Snapchat um daginn og fékk fjölda fyrirspurna um hvaða maskara ég væri með, en hann gerir augnhárin alveg extra falleg. Ég mæli svo sannarlega með að hræðast ekki þennan dásemdargrip heldur prófa hann sem allra fyrst!

xxx

1 Comments on “Ég elska: L’oreal False Lash Wings Sculpt maskarann!”

  1. Pingback: 5 uppáhalds í apríl! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: