Uppáhalds vörur: Úr Mac

Færslan er ekki kostuð. Vörur nefndar í færslunni hafa verið keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Ein af algengustu spurningunum sem ég fæ á Snapchat eru hvað mér finnist vera “must have” í Sephora og Mac. Þið getið fundið fullt af færslum um vörur sem ég mæli með úr Sephora með því að skrifa sephora í search hérna til hliðar, en ég átti alltaf eftir að setja saman lista úr Mac. Áður en þið kíkið á listann langar mig samt að nefna eitt:

Engar af þessum vörum eru must have, því það þarf enginn að eiga þær.

Hinsvegar eru þetta vörur sem ég sem förðunarfræðingur get mælt með við aðra, þar sem mér sjálfri líkar við þær. Kannski eru einhverjar af þessum vörum akkúrat eitthvað sem þú ert búin að vera að leita að, og vonandi getur þessi listi þá hjálpað þér. Hinsvegar hefur ekki ennþá orðið dauðsfall í heiminum af völdum þess að eiga of lítið af snyrtivörum, og því vil ég endurtaka að það þurfa ekki allir að eiga allt.

mac

1. Varaprimerinn: Þessi finnst mér snilld! Þetta er glær primer fyrir varirnar, sem sléttir yfirborð þeirra og grunnar þær svo að varaliturinn sem fylgir á eftir haldist betur á.

2. Soar varablýantur: Einn af mínum all time uppáhalds varablýöntum. Soar er nude-bleiklitaður og passar fullkomlega með svo mörgum fallegum varablýöntum.

3. Whirl varablýantur: Varablýanturinn sem er þekktur sem Kylie blýanturinn – þessi er nude litaður og passar fullkomlega við nude litaða Kylie varaliti!

4. Velvet Teddy varalitur: Örugglega vinsælasti Mac varalitur seinustu missera! Mattur, nude brúnn – fullkominn með Whirl fyrir Kylie varir!

5. Brave varalitur: Minn uppáhalds varalitur! Þessi er nude litaður en með bleikum og ferskju undirtónum. Ótrúlega fallegur og passar við svo margt!

6. Myth varalitur: Þessi er mjög ljós, og er fullkominn til að setja á miðjar varirnar til að gefa þeim meiri þrívíddaráhrif!

7. Nylon augnskuggi: Ótrúlega fallegur ljós augnskuggi til að nota í innri augnkróka og á augnbeinið undir augabrún. Undirtóninn er gulur svo hann verður ekki of “frost” ljós.

8. Vanilla pigment: Fullkomið pigment til að birta til í innri augnkrókum! Nota það með nánast öllum förðunum.

9. Tan pigment: Eitt fallegasta pigment sem ég veit um til að setja yfir allt augnlokið við fallega skyggingu. Það er rósagyllt á litinn og er ótrúlega flott með brúnum tónum!

10. Fix+ : Örugglega sú Mac vara sem ég ætti erfiðast með að vera án! Ég nota Fix+ alltaf til að spreyja á burstann minn ef ég er að nota pigment, en það festir það ennþá betur á augnlokinu. Það er líka frábært rakasprey og ég spreyja því óspart yfir andlitið hvenar sem er.

11. Mineralized Skinfinish Give Me Sun! : Örugglega frægasta sólarpúðrið frá Mac! Formúlan er sama og í öðrum Mineralized Skinfinish púðrum, en þetta eru bökuð steinefnapúður sem gefa ótrúlega fallega áferð á húðinni.

12. Strobe Cream: Strobe kremið finnst mér frábært þegar ég vill fá auka ljóma í húðina. Ég nota það sem grunn undir farða, en það er hvítt á litinn og gefur mjög fallega ljómandi áferð.

13. Face and Body foundation: Þessi farði er eiginlega ólíkur öllum öðrum, en hann er ætlaður bæði fyrir líkama og andlit. Mér finnst ég fá fallegustu áferðina með því að hita hann vel með höndunum og bera hann á andlitið beint með fingrunum.

14. Pro Longwear Paintpot Soft Ochre: Þessi kremaði augnskuggi er frábær augnskuggagrunnur, en Soft Ochre liturinn er gulleitur og góður til að litaleiðrétta rauða tóna á augnloki.

15. Bursti #217: Þessi blöndunarbursti er frekar flatur og stífur, og fullkominn til að blanda augnskyggingar!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: