Lash Story + Mín Uppáhalds Augnhár

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni keypti greinarhöfundur sér sjálfur.

IMG_0969

Í gær fékk ég ofurkrúttlega sendingu frá House of Lashes, en ég pantaði mér Lash Story augnhárabókina ásamt einu pari af augnhárum frá þeim. Þessi bók finnst mér vera ein sú mesta snilld sem ég hef eignast! Í henni er hægt að geyma 10 pör af augnhárum, ásamt litlum útgáfum af House of Lashes líminu. Hún auðveldar manni að passa upp á augnhárin sín, og maður getur auðveldlega valið þegar maður sér þau svona öll saman. Bókin er mjög létt og ég sé fyrir mér að hún sé tilvalin í ferðalög fyrir augnháraperra eins og sjálfa mig. Svo er hún líka bara alveg óendnanlega krúttleg!

IMG_0966

Bókin kemur tóm, en ég raðaði nokkrum af mínum uppáhalds augnhárum í hana í gær. Á flestum tegundum augnhára er nafnið á þeim merkt á pakkanum með glærum límmiða, og ég tók þá af og límdi fyrir ofan hvert par í bókinni svo ég muni hvaða par er hvað. Sumir límmiðarnir eru reyndar með hvítum stöfum svo þeir sjást illa á myndinni. Vinstra megin í bókinni eru: Iconic frá House of Lashes, Minx 2.0 frá Socialeyes, Ravishing frá Socialeys, T Dot Ohh frá Velour Lashes og Mykonos frá Lilly Lashes. Hægra megin eru svo: Doll Me Up frá Velour Lashes, Vixen frá Socialeyes, Venezuela frá Beauty by Tanja og #43 frá Red Cherry.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: