Ég elska: Koddaspreyin frá Bath&Bodyworks

Færslan er ekki kostuð og vörurnar í henni keypti ég mér sjálf.

Í tilefni þess að ég rakst á nýju Bath&Bodyworks hilluna í Fríhöfninni hér á Íslandi í fyrradag, langaði mig að segja ykkur frá koddaspreyjunum mínum sem mér er farið að finnast algjörlega ómissandi!

IMG_0841

Ég á koddaspreyin í tveim mismunandi lyktum – Lavander Vanilla og Lavander Chamomille. Persónulega er ég hrifnari af Chamomille lyktinni, hún er aðeins mildari en hin. Þessi sprey eru semsagt sérstaklega ætluð til að spreyja á kodda og rúmföt áður en farið er að sofa, og innihalda róandi ilm sem hjálpa þér að sofna. Mér finnst rúmfötin mín alltaf verða svo extra fersk þegar ég spreyja á þau, eins og þau séu nýkomin úr þvotti. Þegar ég leggst á koddann á ég mun auðveldara með að slaka á, því lyktin er virkilega róandi og þægileg. Þar sem spreyin eru sérstaklega ætluð til að spreyja á kodda eru þau ekki með of sterkri og áberandi lykt. Lyktin er mjög mild og manni líður ekki eins og maður hafi verið að spreyja ilmspreyi á koddann – meira bara eins og rúmfötin séu hrein og það hafi verið kveikt á ilmkerti inni í herberginu. Ég veit fátt betra en að spreyja rúmfötin mín og leggjast svo upp í rúm eftir langan dag og slaka almennilega á, ómissandi!

Spreyin fást í verslunum Bath&Bodyworks erlendis, og einnig í Fríhöfninni á Íslandi.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: