Ég mæli með: Þessum vörum fyrir viðkvæma húð!

Færslan er ekki kostuð. Vörur í færslunni voru sumar fengnar að gjöf, en aðrar keyptar af höfundi sjálfum.

Það vill svo heppilega til að kærastinn minn er með frekar viðkvæma og erfiða húð. Það er að sjálfsögðu ekki heppilegt fyrir hann, en það er afar heppilegt fyrir mig og bloggið þar sem ég er komin með tilraunadýr til að prófa vörur á öðruvísi týpu af húð en ég er með. Sjálf er ég ekki með sérstaklega viðkvæma húð, og þoli flestar vörur, en mér finnst samt allar vörurnar sem ég ætla að mæla með í dag frábærar. En aftur að kærastanum: eins og ég segi er hann með mjög viðkvæma húð, og verður gjarnan mjög þurr og fær exem. Það er því ekkert grín að finna vörur sem henta – halda húðinni hans mjúkri og exeminu niðri. Auðvitað hef ég tekið þetta að mér sem persónulegt verkefni og saman erum við búin að finna nokkrar vörur sem henta honum afar vel – og mig langaði að deila með fleirum!

viðkvæm

1. Zopure serum dropar: Fyrsta varan sem mig langar að minnast á erum serum droparnir frá íslenska merkinu Zopure. Í þeim eru engin skaðleg efnasambönd, rovarnarefni, litarefni, paraben eða ilmefni, og því henta þeir afar vel fyrir viðkvæma húð. Þeir innihalda lífræn sjávarensím, og eru virkilega nærandi. Þeir örva myndun nýrra húðfruma, slétta húðina og gera hana mýkri og þéttari, og vinna þannig gegn öldrunareinkennum. Nú er Heiðar búinn að vera að nota þessa í nokkrar vikur, og þeir hafa hjálpað alveg ótrúlega mikið til við að halda exeminu hans niðri, en við sáum það alveg svart á hvítu þegar hann hætti að nota þá í nokkra daga. Ég er sjálf búin að prófa þá nokkrum sinnum, og þeir gera húðina mína svo ótrúlega mjúka og fyllta, svo við getum bæði mælt með þessum! Droparnir fást í verslunum, en þú getur líka fengið ýtarlegri upplýsingar og keypt þá HÉR.

2. L’oreal Triple Active Sensitive Skin: Mig langaði til að minnast á tvö mismunandi krem í mismunandi verðflokkum, svo allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta krem tilheyrir þeim ódýrari, en hefur verið virkilega vinsælt hjá Heiðari. Það inniheldur mikið af Camellia olíu, sem er unnin úr Camelliu plöntunni, en hún hefur þá sérstöðu að lifa við sérstaklega erfið veðurskilyrði. Kremið hentar því fullkomlega “veðraðri” húð, og vinnur sérstaklega vel á roða og þrota, og óþægindum sem fylgja þeim. Fyrir þá sem eru með viðkvæma húð, og kannski útbrot eða exem sem ertir, er þetta frábært krem og á virkilega góðu verði!

3. Blue Lagoon Rich Nourishing Cream: Þetta dásamlega krem frá Bláa Lóninu er algjör draumur fyrir þurra og viðkvæma húð. Það inniheldur silica sem styrkir varnir húðarinnar og hjálpar húðinni að verjast umhverfisáhrifum og ertandi efnum. Í því er einnig algae, sem er mjög mýkjandi og örvar collagen framleiðslu húðarinnar, svo það hefur líka áhrif gegn öldrunareinkennum. Kremið er sérstaklega milt og nærandi, og vinnur ótrúlega vel á einkennum viðkvæmrar húðar – þrota og þurrk.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: