Elnett x YSL

Færslan er ekki kostuð.

Það eru örugglega einhverjir lesendur síðunnar sem muna eftir Elnett hárlakkinu, en það var á markaði á Íslandi fyrir einhverjum árum. Sjálf man ég eftir því þegar ég var yngri og keppti í listhlaupi á skautum. Greiðslurnar fyrir keppnirnar voru alltaf hver annarri glæsilegri, og mömmurnar vöknuðu snemma á morgnana til að greiða og spreyja hárið. Áður en haldið var út á ísinn var að sjálfsögðu þykku lagi af hárlakki spreyjað yfir allt saman til að tryggja að ekkert færðist úr stað á meðan á keppninni stóð. Loftið í búningsklefanum var yfirleitt mettað af hárlakki, og þegar ég hugsa út í það er ég eiginlega bara hissa á að engin af okkur hafi fengið hárlakkseitrun. Þegar ég finn lyktina af Elnett hárlakkinu núna, finnst mér ég vera komin aftur í búningsherbergið í skautahöllinni, tilbúin í kjólnum mínum á leið út á ísinn.

elnett_700x600_2

Til að fagna endurkomu Elnett til landsins er merkið að fara af stað með leik í samstarfi við bloggarana á Trendnet. Leikurinn er svo sannarlega ekki af verri endanum og vinningurinn er held ég sá allra flottasti sem ég hef séð í samfélagsmiðlaleik hér á Íslandi. Aðalvinningurinn er nefnilega þessi gullfallega YSL taska að andvirði 130.000kr. Mig á sennilega eftir að dreyma þessa tösku næstu nætur – svo falleg er hún. Hver veit nema ég taki bara þátt í leiknum og freisti gæfunnar! Til að vera með þarftu að taka mynd af töskunni þinni, og því sem þér finnst vera ómissandi í henni (hint: ekki gleyma Elnett hárlakkinu!). Þú birtir myndina á Instagram, og notar myllumerkin #elnett og #trendnet. Leikurinn stendur yfir til 17. apríl, en þeir sem taka þátt geta einnig átt von á veglegum aukavinningum frá L’oreal! Ég mæli með að prófa Texturizing Elnett spreyið – það er með hlébarðarönd – ef þið hafið ekki prófað það nú þegar, það er æði!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: