Uppskrift: Nærandi Anti-ageing Tóner!

Færslan er ekki kostuð.

Ert þú ein/n af þeim sem hendir vatninu af hrísgrjónum þegar búið er að sjóða þau? Mjög líklega, það gera flestir. En ég mæli með að hugsa sig tvisvar um áður en þú gerir það næst! Mín nýjasta uppgötvun er nefnilega hrísgrjónavatn, en það hefur ótal góða eiginleika fyrir húðina!

IMG_0030

Sumir segja að hrísgrjónavatn sé best geymda fegurðarleyndarmál Asíu, en eins og margir vita eru Asískar konur þekktar fyrir að hugsa um húðina eins og gull. Maður sér oft myndir af asískum mæðgum, og maður veit varla hver af þeim er dóttirin og hver er móðirin..það er eins og þær eldist bara ekki eins og restin af heiminum! Þegar ég las svo grein um að margar þeirra notuðu hrísgrjónavatn til að halda húðinni fallegri var ég ekki lengi að hoppa um borð í lestina og prófa! Hrísgrjón eru víst algjör ofurfæða, en ég mun einmitt sýna ykkur uppskrift af einföldum hrísgrjónamaska fljótlega. Uppskriftin af hrísgrjónavatninu gæti ekki verið einfaldari að búa til, en þú þarft:

Hrísgrjón (2-3msk)

Vatn

Hrísgrjónin eru soðin í vatninu, og þau svo sigtuð frá og vatninu sem þau sjóða í hellt í skál eða krukku og geymt inni í ísskáp. Að sjálfsgöðu má nota vatn sem fellur til ef verið er að sjóða hrísgrjón á annað borð. Vatnið geymist í um það bil fjóra daga í ísskáp.Eftir að húðin hefur verið hreinsuð, er bómull bleyttur með hrísgrjónavatninu og strokið yfir andltið. Það þarf ekki að skola það af, heldur virkar það eins og tóner.

IMG_0030

 Vatnið sem verður til þegar hrísgrjónin eru soðin inniheldur hátt magn af steinefnum og vítamínum sem eru góð fyrir húðina. B-vítamínin í því ýta undir myndun nýrra fruma, hæga á öldrunarferli og auka blóðflæði. Það er líka mjög mýkjandi, dregur saman svitaholur og gefur manni fallegan ljóma í húðina! Það hefur líka andoxandi eiginleika, sem að geta spornað við myndum öldrunarbletta. Ég er sjálf búin að vera að prófa að nota hrísgrjónavatn á  hverju kvöldi eftir mína húðhreinsun, og mér finnst húðin mín verða dásamlega mjúk og falleg eftirá. Stundum nota ég það líka á morgnanna, og þá finnst mér farðinn minn verða ennþá fallegri en vanalega á húðinni!

xxx

1 Comments on “Uppskrift: Nærandi Anti-ageing Tóner!”

  1. Pingback: Uppáhalds uppá síðkastið | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: