Uppskrift: Uppáhalds hádegismaturinn minn í 4 einföldum skrefum!

Færslan er ekki kostuð.

Svo einfalt..en samt svo ótrúlega gott! Þegar ég veit ekkert hvað ég á að fá mér í hádegismat þá verður flatkaka með avocado yfirleitt fyrir valinu og er alltaf jafn ótrúlega gott! Ég er ennþá að bíða eftir þeim degi sem ég fæ nóg af avocado..er farin að óttast (vona) það að hann komi aldrei.

IMG_0791

1. Ég byrja á að kaupa mér góðar flatkökur. Þessar sem ég er með hér eru úr Bakaríinu við brúna á Akureyri og eru þær bestu á landinu – það get ég fullyrt sem sérstakur flatkökusérfræðingur. Ég birgði mig upp seinast þegar ég fór til Akureyrar en hvaða flatkökur sem er duga að sjálfsögðu.

2. Næst tek ég eitt lítið til miðlungsstórt avocado og sker það í tvennt, sting hnífnum í steininn til að ná honum úr, og tek avocadoið úr hýðinu með skeið. Næst stappa ég það á flatkökunni.

3. Næst set ég smávegis af olíu. Ég nota basilíkuolíu sem ég á sem er algjörlega dásamleg – en það er hægt að nota venjulega ólívuolíu og líka sítrónusafa!

4. Að lokum strái ég svo örlítið af flögusalti yfir, brýt kökuna saman og borða með bestu lyst!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: