Nýtt: L’oreal Vernis A L’Huile

Færslan er ekki kostuð. Varan í færslunni var fengin sem sýnishorn.

IMG_0024.JPG

Nýlega komu á markað virkilega falleg ný naglalökk frá L’oreal. Það sem er sérstakt við þessi naglalökk er að þau innihalda olíu! Eins og þið vitið, þá elska ég olíu, og vil helst bæta olíu við allar mínar snyrtivörur. Ég var því virkilega spennt að prófa, og sérstaklega þar sem glösin eru ein þau fallegustu sem ég hef séð! Naglalökkin koma í ótrúlega mörgum fallegum litum, en ég er svo ótrúlega skotin í þessum númer 116 – Café de Nuit. Hann er fullkominn nude litaður með ferskjulituðum undirtón, sem er akkúrat að mínu skapi. Þetta er fullkominn léttur og fallegur vor og sumarlitur, og ég gat ekki annað en skellt honum á mig í sólinni í dag!

IMG_0023

Formúlan í naglalökkunum finnst mér virkilega góð – ég fékk mjög góða þekju með tveimur umferðum af þessum lit, þó svo að hann sé ljós. Oft finnst mér erfitt að fá fallega þekju með ljósum litum eins og þessum, en pigmentin í formúlunni eru ótrúlega flott og þekja mjög vel. Burstinn er líka frábær, hann er með yfir 400 hár og er nógu breiður til að ná yfir alla nöglina í einni stroku. Svoleiðis burstar finnst mér alltaf minnka líkur á misfellum og með þeim fæ ég allra fallegustu áferðina á neglurnar. Yfir lakkið setti ég svo Gel Setter-inn frá Essie, sem er nauðsynjavara á hvert heimili!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: