5 uppáhalds í mars!

Færslan er ekki kostuð. Sumar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf, en aðrar keyptar af höfundi sjálfum.

Þá er mars mánuður liðinn og vormánuðurinn apríl genginn í garð. Ég get ekki líst því hversu dásamlegt mér finnst að vakna á morgnanna þegar sólin skín og heyra fuglana syngja, það verður allt svo miklu betra! Húsið okkar snýr þannig að um leið og sólin kemur upp fyllist allt húsið af dagsbirtu, en ég var aldrei búin að upplifa það almennilega fyrr en núna þar sem við fluttum inn í desember – dásamlegt! En ég er hætt að blaðra og ætla að segja ykkur frá 5 vörum sem voru í uppáhaldi hjá mér í mars.

mars.jpg

1. Chill Brunette sjampó og hárnæring: Þessa tvennu er ég búin að eiga alveg heillengi inní skáp – en ekki búin að prófa fyrr en núna. Ég vildi svo sannarlega að ég hefði prófað þetta fyrr því þetta er alveg ótrúlega mikið snilld! Ég lita hárið mitt með skoli á nokkurra mánaða fresti, en þar sem mitt náttúrulega hár er frekar dökkt þá fæ ég ekki mjög ljósa rót, en þegar það er langt síðan ég litaði mig þá missir hárið samt ákveðinn litablæ og glans. Þetta sjampó og næring er sérstaklega gert til að fríska upp á litinn, og báðar vörurnar eru alveg dökkbrúnar á lit. Ég sé alveg ótrúlega mikinn mun á litnum á hárinu  mínu þegar ég nota þetta, og þetta er alveg búið að bjarga mér núna þar sem ég er ekki búin að lita það heillengi – ótrúlega mikil snilld! Líka til fyrir rautt hár og ljóst hár.

2. Yves Saint Laurent Poudre Compacte Radiance: Þetta glæra setting púður er algjörlega dásamlegt, og ég er búin að nota það nánast daglega í mánuðinum. Það er glært á litinn svo að það er frábært til að setja farða og hyljara, án þess að missa ljóma! Mér finnst oft með mött setting púður að áferðin verði of mött, því að oft vill ég vera meira “dewy” og ekki missa ljómann sem farðinn minn gefur.

3. Rimmel Lasting Finish: Ef ykkur vantar farða sem endist vel á húðinni – þá mæli ég með að prófa þennan! Ég veit að hann endist ótrúlega vel vegna þess að þegar ég var að velja mér lit, prófaði ég aðeins of dökkan lit á handabakinu á mér. Það var svo ekki fyrr en daginn eftir sem ég fattaði að hann var þar ennþá – og ég sá það mjög vel út af litamismuninum. Samt var ég búin að þvo mér nokkrum sinnum um hendurnar! Það sem ég elska líka við hann er lyktin af honum – hún er eiginlega eins og af kremi, ótrúlega fersk og góð.

4. Yves Saint Laurent Plump Up: Þetta er búið að vera staðalbúnaður í töskunni minni síðan ég eignaðist þetta! Þetta er í raun og veru nokkurnveginn eins og gloss, en er þeim eiginleikum gætt að virka líka sem primer fyrir varirnar, næra þær, og gera þær þrýstnari. Það er myntulykt af þessari vöru og maður finnur hvernig hún eykur blóðflæði til varanna og gerir þær þannig þrýstnari. Mér finnst þetta snilld bæði eitt og sér, og sem primer undir varaliti. Þetta verður smá klístrað og mér finnst eins og varaliturinn hreinlega límist við, og tollir þannig mun lengur en venjulega.

5. Colour Pop Lippie Stix í litnum Cookie: Eins og ég sagði ykkur frá HÉR fékk ég sendingu frá Colour Pop um daginn. Hún innihélt einmitt þennan Lippie Stix – sem er í raun bara hefðbundinn mattur varalitur – í litnum Cookie. Þessi litur er hinn fullkomni matti nude litaði varalitur með örlitlum ferskjulituðum undirtón – og ég er búin að nota hann endalaust mikið. Mæli með!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: