Freebra LUX

Færslan er ekki kostuð. Vörur í færslunni voru fengnar sem sýnishorn.

Eins og þið kannski  munið ef þið eruð dyggir lesendur bloggsins, skrifaði ég fyrst um Freebra fyrir langalöngu síðan. Ég vill nú meina að bloggið mitt og myndahæfileikar séu komnir langt síðan þá, en það er eitt sem hefur ekkert breyst – ég elska ennþá Freebra. Freebra er bara svo ótrúlega mikil snilld! Fyrst þegar ég fékk hann trúði ég ekki að hann myndi nokkurntímann haldast á mér, þar sem ég hafði prófað ótal svona brjóstahaldara sem héldust ekki neitt. Svo er ég bara búin að fara ótal sinnum í mínum á djammið, í veislur, útlandaferðir þar sem ég er kófsveitt – en alltaf helst hann fullkomlega!

Ég fæ ótrúlega oft spurningar um Freebra, hvernig hann virkar, hvar hann fæst, hvernig stærðirnar séu o.s.frv. Ég er búin að fara í gegnum minn upprunalega Freebra og þarf nauðsynlega að fá mér nýjan, en fyrir þær sem langar að vita meira ákvað ég að segja ykkur líka frá hinni týpunni sem er til – Freebra LUX. Þó að ég sjálf noti venjulega Freebra meira, þá hentar þessi mun betur fyrir sumar, og mig langar að segja ykkur aðeins betur afhverju!

IMG_0018

Stærsti munurinn er að sjálfsögðu efnið í honum sjálfum. Venjulegi Freebra er úr 100% sílíkoni, og “límið” (sem er samt ekki lím) innan í honum er þannig úr sama efni og hann sjálfur. Hann er frekar þykkur, svo hann gefur fyllingu um leið og hann gefur stuðning og heldur hlutunum á réttum stöðum. Freebra LUX er hinsvegar mun þynnri, og ekki með neinni fyllingu þannig lagað séð. Hann er meira eins og þunn skel, og innan í henni er svo þunn filma af “lími” – eða klístri. Hann er mun léttari en sá upprunalegi, og þannig mun minna áberandi – þar sem hann er þynnri. Stærðirnar í upprunalega Freebra eru frekar litlar og það er alltaf mælt með að taka frekar stærð rétt fyrir ofan (eða stærri stærðina ef þú ert á milli stærða). Í Freebra Lux eru stærðirnar hinsvegar meira “venjulegar” og í honum tekur maður frekar akkúrat þá stærð sem maður er í. Vegna þess að stærðirnar eru meira venjulegar eru þar af leiðandi til stærri stærðir í LUX en venjulega.

IMG_0676

(Vonandi eru bara stelpur að lesa þessa grein)

Sjálf er ég með frekar hörð brjóst (hörð, stinn, þétt – getum kallað það hvað sem er), sem að eru ekki mikið að færast úr stað eða hreyfast – þau sitja alltaf sem fastast framan á mér hvort sem ég hoppa eða hleyp. Þau eru ekkert neitt voðalega stór, svo að fyrir mig persónulega finnst mér venjulegi Freebra henta mér betur. Mér finnst fínt að fá smá auka fyllingu, og þyngdin skiptir mig ekki máli þar sem mín sitja alltaf mjög þétt að bringunni (og auka þyngd er ekki að draga þau niður). Hinsvegar, fyrir þær sem eru með aðeins stærri og mýkri brjóst, er LUX algjörlega málið! Hann er léttari og meðfærilegri, og lagar sig betur að brjóstunum. Hann mun því ekki draga brjóstin niður fyrir þær sem líka kannski þurfa ekkert auka fyllingu. Hann sést nánast ekkert þegar maður er í honum, því hann fellur alveg að líkamanum.

IMG_7231.JPG

Um áramótin var ég í mínum Freebra LUX, enda var ekki annað hægt í svona fallegum baklausum kjól!

Freebra og Freebra LUX fást í:

 Hagkaup Kringlan & Smáralind
Brúðarkjólaleiga Katrínar
Eyjavík Vestmannaeyjar
Isabella Akureyri
Töff Föt Húsavík

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: