Makeup: Ljómandi Húð

Í gær lét ég loksins verða af því, og birti mitt fyrsta Youtube myndband þar sem ég sýni ykkur makeup lúkk. Mig er búið að langa að byrja með Youtube channel lengi – en mér hefur alltaf fundist vanta eitthvað til að allt verði fullkomið. Ekki nógu góð myndavél..ekki nógu góð lýsing..ekki nógu gott hljóð.. Svo ákvað ég bara að taka af skarið, láta vaða og gera video þó svo það væri ekki fullkomið. Enda lærir maður líka bara á því að æfa sig er það ekki? Vidjóið mitt er allavega komið í loftið, og ég er bara ágætlega ánægð með útkomuna þó það sé ekki fullkomið. Mér finnst ótrúlega gaman að taka upp video og að vera fyrir framan myndavélina er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Ég ákvað að channelið mitt verði á ensku, vegna þess að mig langaði ekki að takmarka það þannig að bara þeir sem tala íslensku geti horft á það. Ég ákvað líka að velja mér nýtt nafn á channelið, þar sem nafnið mitt er ekki sérlega alþjóðlegt, en ég hugsa að ég haldi samt gydadrofn fyrir framan – til að byrja með allavega! Annars er nafnið mitt Liner&Lashes, en ef þið hafið séð makeup lúkk eftir mig þá vitið þið að það inniheldur yfirleitt mikinn eyeliner og mikil augnhár – svo þaðan kemur nafnið!

Endilega kíkið á vídjóið mitt ef þið hafið áhuga, og ef þið ýtið á myndbandið farið þið inn á channel-ið mitt, þar sem þið getið ýtt á subscribe. Þannig getið þið séð þegar ég set inn ný myndbönd til að vera viss um að þið missið örugglega ekki af neinu!

Mér þætti mjög vænt um að heyra kommentin ykkar undir vídjóið ef þið hafið einhver ❤

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: