Skincare: ageLOC Me

Færslan er ekki kostuð. Færslan er unnin í samstarfi við Nu Skin, og vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

IMG_0559

Um daginn fékk ég að kynnast nýju tæki, sem er að mínu mati algjör bylting í húðumhirðu! Ég er búin að vera að prófa tækið í rúmlega tvær vikur, og er alveg ótrúlega ánægð með það. Ég kalla það kremskammtara, en þetta er tæki sem þú notar til að fá þau krem og serum sem þú þarft fyrir andlitið – algjörlega sniðið eftir þínu höfði.  Ef ég byrja kannski á því að segja ykkur aðeins frá pælingunni á bakvið tækið, þá var gerð rannsókn á því hversu mikið af vörum fólk átti inn á baði hjá sér. Í ljós kom að meðal manneskja á 65 vörur inni á baðherbergi hjá sér – en, notar bara 11. Þegar ég pæli í því finnst mér það alveg meika sens, maður á svo ótrúlega mikið af allskonar kremum sem maður hefur keypt, en hafa svo ekki hentað manni alveg fullkomlega svo maður einhvernveginn notar þau ekki. Svo kaupir maður fleiri en það er kannski alltaf einn lítill hlutur sem maður fílar ekki við ákveðna vöru svo hún einhvernveginn týnist í flóðinu. Hljómar þetta kunnulega fyrir fleirum en mér?

IMG_0553

Það sem Nu Skin AgeLOC tækið býður uppá, er persónubundnar og einstakar húðumhirðuvörur eftir hverjum og einum. Við erum öll með ólíka og einstaka húð, og það getur verið flókið að finna vörur sem henta akkúrat þér. Tækið sjálft skammtar þér svo þau krem og serum sem þú þarft, svo að það þarf aldrei að opna ílátið með kreminu eða fara með fingurna ofan í það. Þannig er hægt að tryggja að öll virk efni í vörunum haldist eins virk allann tímann, og engin óhreinindi geta komist í þau. Þú færð alltaf réttan skammt, rétt krem og rétt magn til að bera á andlitið og hálsinn. Tækið veit hvort að það sé morgun eða kvöld, og gefur þér því dag eða næturkrem eftir því. Hinsvegar ef að einhver er jafn mikill haugur og ég og vaknar seint á sunnudegi, þá getur maður alltaf breytt því hvaða krem maður er að fá. Ofan á tækinu er einfaldur skjár þar sem þú getur stjórnað öllu, og það er til dæmis stilling til að gefa þér vörur í box sem fylgir með ef þú ert á leið í ferðalag. Maður þarf hinsvegar sjaldnast að nota skjáinn, þar sem þetta er allt sjálfvirkt og tækið veit hvað á að gera og hvenar.

IMG_0547IMG_0546IMG_0545IMG_0544IMG_0542

Til að virkja tækið er hendinni stungið innan í það einu sinni, og þá kemur upp á skjáinn hvað þú átt að fá núna. Þá byrjar ljós neðst í tækinu að blikka, þú stingur hendinni aftur undir, og skammtarinn gefur þér nákvæmlega réttan skammt af því kremi sem hentar hverju sinni. Það sem ég elska við þetta, er að þú þarft ekki að snerta neitt eða fara ofan í neitt, og kremið er alveg “hreint” þegar það fer á andlitið. Ég fæ líka nákvæmlega þann skammt sem ég þarf, ekki of mikið og ekki of lítið. Sjálf er ég alltaf með langar neglur og þið sem eruð með það líka vitið eflaust hversu pirrandi það er að fara ofan í kremdós og ná sér í krem. Oft fer krem undir neglurnar og maður þarf að hreinsa það eftir á, fyrir utan líka hvað það geta leynst mikil óhreinindi undir nöglunum sem maður vill alls ekki fá í kremið sitt. Þetta er svo ótrúlega hreinlegt og þægilegt ferli, og í lokin sýnir tækið þér hversu mikið þú átt eftir af vörunum í því.

IMG_0539

Þegar maður opnar tækið sér maður hylkin sem geyma kremin og serumin. Þegar maður fær tækið í fyrsta skipti fá allir sömu kremin og serumin, sem eru í startpakkanum. Serumin eru þrjú, en þau eru sameinuð með microlayering tækni í hverjum skammti. Ástæðan fyrir því að þau eru þrjú, er sú að mörg virk efni sem við viljum nota geta ekki verið saman í einni vöru, þar sem þau draga úr virkni hvors annars. Með því að hafa þau aðskilin er fullri virknið haldið í þeim öllum, og þegar þú svo færð skammtinn þinn af serumi ertu að fá 3 mismunandi virk efni sem tækið gefur þér í 40 örþunnum lögum. Rannsóknirnar og tæknin á bakvið kremin sem fara í tækið eru alveg ótrúlega flott, og það allra flottasta við þetta allt, er að eftir startpakkann býr hver og einn til sína eigin samsetningu af kremum og serumum, eftir því hvernig húðin þín er og hvernig krem þú vilt.

IMG_0538

Í gær fór ég í gegnum ferlið þar sem ég bjó til mín eigin krem sem fara í tækið mitt, og ég hlakka alveg ótrúlega til að fá þau og skipta út fyrir þau sem ég er að nota núna. Eins og þið sjáið koma þau í svona hylkjum, sem einfaldlega smellast ofan í tækið – mjög auðvelt í notkun. Þegar maður fer í gegnum ferlið að búa til sín eigin krem þá notar maður forrit sem leyfir þér að aðlaga nákvæmlega hversu mikið af línum eða hrukkum þú ert með, hversu stórar svitaholur þú ert með, hvort húðin sé þurr eða olíukennd, og bara bókstaflega allt það sem skiptir máli fyrir það hvernig krem þú færð. Það sem ég elska líka er að maður fer líka í gegnum skref þar sem er spurt hvernig krem þú vilt fá. Ég er til dæmis með frekar venjulega húð, en ég algjörlega elska að nota þykk og mjúk krem, frekar en gelkennd krem. Oft eru þykku kremin bara hönnuð fyrir þurra húð, en núna get ég valið mér þykk krem sem eru samt hönnuð fyrir mig! Ég hlakka til að segja ykkur frá minni upplifun af kremunum sem ég sérhannaði sjálf fyrir mína húð næst!

Mér finnst þetta vera ein mest spennandi vara sem ég hef uppgötvað lengi, og ég elska þessa hugmynd um algjörlega persónubundna húðumhirðu. Ef ykkur langar að vita meira, eða eignast svona tæki, mæli ég með að hafa samband við næsta Nu Skin dreifingaraðila. Ef þið þekkið ekki dreifingaraðila getið þið smellt HÉR og skráð ykkur, og fáið þá samband við stuðningsaðila.

xxx

1 Comments on “Skincare: ageLOC Me”

  1. Pingback: Skincare: ageLOC Me Custom Made | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: