Ég mæli með: Verslaðu í USA
Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni keypti höfundur sér sjálfur.
Mig hefur lengi langað að kaupa mér vörur frá Colour Pop, en alltaf verið í einhverju veseni með það þar sem þeir senda ekki til Íslands. Ég rakst svo á facebook síðuna Verslaðu í USA, en hún Eva sem sér um síðuna, tekur að sér að vera milliliður fyrir þá sem vilja versla í Bandaríkjunum. Ég ákvað að fá að senda til hennar tvær sendingar, frá Colour Pop, og svo aðra litla frá Beauty.com (fyrst ég var nú að þessu á annað borð), og hún sendi mér þær hingað heim til Íslands. Hún Eva er alveg ótrúlega fín og algjörlega 100% manneskja! Hún er alveg til í að hjálpa manni ef maður lendir í einhverju veseni, og ef að maður er að versla á síðum sem taka ekki íslensk kort getur hún líka hjálpað til með það. Ég mæli klárlega með að nýta sér þjónustuna hennar ef ykkur langar að versla á síðum sem senda ekki hingað heim! Þið getið haft samband við hana HÉR.
Ég keypti mér 5 Lippie Stix frá Colour Pop í litunum: Crunch, Grunge, Lumiére, Cookie og Brink. Varablýanta í litunum: Brink og BFF 2. Mattan fljótandi varalit í litnum Beeper. Gel liner liti í litunum Over Board og Get Paid, og gel eyeliner í skrúfuðum umbúðum í litnum Get Paid. Frá Beauty.com pantaði ég mér svo Age Rewind hyljara frá Maybelline og Laura Geller highlighter í litnum Gilded Honey.
xxx
Pingback: 5 uppáhalds í mars! | gyðadröfn