Ég elska: YSL Touche Éclat

Ef að það er eitthvað sem ég elska, þá eru það ljómandi farðar. Ljómandi farðar, ljómandi hyljarar, ljómandi primerar – elska það allt. Mér finnst fátt fallegra en frískleg og fallega ljómandi húð. Þessvegna var ég alveg virkilega spennt fyrir nýja Touche Éclat Le Teint farðanum frá Yves Saint Laurent, sem kom á markað nýlega!

IMG_0341

Farðinn er endurbætt útgáfa af gamla Touche Éclat farðanum, sem hefur verið vinsælasti farði YSL. Þessi farði er hinn fullkomni ljómafarði – enda kann YSL svo sannarlega að búa til ljóma! Hann gefur virkilega fallega ljómandi áferð, án þess að húðin verði of glansandi. Hann gefur líka mjög góða þekju, án þess þó að vera þungur á húðinni, en mér finnst hann mynda fallega ljómandi filmu yfir húðinni minni. Í nýju formúlunni er búið að bæta við efnasambandi sem hefur alltaf verið í hinum fræga gullpenna, svo ef þið vitið hvað hann getur gert fyrir húðina ættuð þið að vera spentnar fyrir þessum! Efnasambandið vinnur á móti þreytumerkjum, og gerir húðina frísklegri. Farðinn inniheldur einnig E vítamín og Ruscus kjarna, sem róar og sefar húðina og vinnur gegn afleiðingum þreytu. Hljómar fullkomlega ekki satt?

IMG_0122

Með farðanum kemur nýr bursti, Y burstinn. Burstinn er sérstaklega hannaður fyrir farðann, og í honum er inngrafið Y sem er skammtari fyrir farðann. Svo í staðinn fyrir að setja farðann á handarbakið og dýfa burstanum ofan í, þá pumparðu beint í Y-ið, og notar á andlitið! Burstinn er mjög þéttur og mjúkur, og virkjar öll góðu efnin í farðanum svo hann virkar ennþá betur fyrir húðina. Hann gefur jafna en létta þekju, og fullkomnar áferðina!

IMG_0339

Á næstu vikum koma svo nýjustu limited edition umbúðirnar af Touche Éclat gullpennanum í sölu! Mér finnst alltaf ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað kemur hverju sinni, en í þetta skiptið eru þær með með þrem mismunandi skilaboðum sem maður getur valið um. Ég fékk mér All lights on me, sem á einstaklega vel við mig þar sem ég elska ljóma! Gullpenninn og farðinn eru  klárlega fullkomið combó fyrir þá sem vilja fallega ljómandi húð!

IMG_0315

Touche Éclat farðinn er einn sá fallegasti sem ég hef prófað, en ég bar hann yfir allt andlitið með Y-burstanum. Ég notaði svo gullpennan undir augun og niður á kinnbein, á milli augabrúna og upp á ennið, rétt fyrir ofan augabrúnirnar, niður eftir nefninu og smá á miðjuna á hökunni. Það finnst mér gefa mér hinn fullkomna ljóma!

Akkúrat núna og fram á miðvikudaginn 23. mars er kynningarafsláttur af Touche Éclat línunni í Debenhams Smáralind! Þar er 20% afsláttur af Touche Éclat farðanum og gullpennanum – mæli klárlega með að kíkja og nýta sér!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf, en eins og ávallt er hreinskilið og einlægt álit höfundar sett fram á gydadrofn.com.

2 Comments on “Ég elska: YSL Touche Éclat”

  1. Mig langar bara að benda þér á að samkvæmt Neytendalögum á að koma fram í upphafi færslunnar hvort um kostaða færslu eða ekki er að ræða, einnig telst það sem kostuð færsla ef þú færð vörur í staðin fyrir færsluna. Bara smá ábending.

    Like

    • Takk fyrir ábendinguna 🙂 Hinsvegar finnst mér ruglandi að skrifa að færslan sé kostuð ef vörur eru fengnar til prófunar sem notaðar eru í færsluna, en ekki raunveruleg greiðsla þegin fyrir. Þá yrði ekki hægt að gera greinarmun á þeim færslum sem eru kostaðar (þ.e. greiðsla þegin fyrir) og þeirra sem eru það ekki. Ég skrifa alltaf ef að vörur hafa verið fengnar, svo það ætti alveg að vera skýrt, en ég vil líka hafa það skýrt hvort færslur séu kostaðar með peningagreiðslu eða ekki.

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: