Ég mæli með: Þurrsjampóinu frá Eva NYC

Nýlega kynntist ég ótrúlega góðu þurrsjampói, sem leysir vandamál sem ég er stöðugt að lenda í með önnur þurrsjampó!

IMG_0223.jpeg

Það sem er sérstakt við þetta þurrsjampó, er að það er glært. Önnur þurrsjampó sem ég hef  prófað eru yfirleitt alltaf hvít, og þar sem ég er með dökkt hár þá koma hvítar rendur í hárið mitt þar sem ég spreyja því! Svo hef ég prófað þurrsjampó sem eru sérstaklega gerð fyrir dökkt hár, og eru þá með dökkum lit í, en þar sem að ég er stöðugt að fikta í hárinu á mér og “púffa” það, þá fæ ég alltaf litinn af sjampóinu á hendurnar og verð eins og bifvélavirki á höndunum! Alls ekki smart. Þessvegna varð ég að eignast þetta þurrsjampó þegar ég frétti af því – og varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Það er alveg glært, og þó ég spreyji því efst á hausinn minn þá sést það ekki neitt. Lyktin af því er líka alveg ótrúlega góð, mjög fersk! Þurrsjampóiði fæst í Hagkaup, og ég mæli með að kíkja á það!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan í færslunni var í þessu tilviki keypt af móður höfundar og honum gefin.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: