Ég elska: ICANIWILL

Okei ég veit að það er búið að vera mikið af íþróttafatafærslum inná síðunni uppá síðkastið..en á þessu heimili er sumarformið í vinnslu! Ég eignaðist nýjar æfingabuxur um daginn sem eru eiginlega þær allra bestu sem ég hef prófað, og ég má til með að segja ykkur frá!

icaniwill.jpg

Buxurnar eru frá sænska merkinu ICANIWILL, og fást í Wodbúð. Það sem er svona geggjað við þessar buxur, er hvað þær eru háar upp. Þær eru með breiðri teygju í mittinu, og böndum sem er hægt að þrengja. Þetta eru í alvöru einu ræktarbuxurnar sem ég á – og ég á alveg helling af þeim – sem ég þarf ekki að toga upp einusinni á æfingunni. Allar buxur sem ég hef áður átt, sama hversu háar þær eru þá renna þær alltaf aðeins niður og ég er alltaf að laga þær í ræktinni. En þessar haldast akkúrat þar sem þær eiga að vera allann tímann, og haggast ekki! Ég þoli líka ekki ræktarbuxur sem eru alltof síðar (kveðja stuttfóturinn), svo ég var virkilega ánægð þegar ég mátaði þessar að þær voru bara í passlegri sídd! Þær eru til í allskonar flottum munstrum en ég féll strax fyrir þessu gráa hlébarðamynstri.

Þið getið séð fleiri tegundir og keypt buxurnar HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan í færslunni var fengin að gjöf.

1 Comments on “Ég elska: ICANIWILL”

  1. Pingback: New In: Í ræktina – ICANIWILL | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: