Góð ráð: Til að hreinsa förðunarbursta!

Þessa dagana finnst mér ég gera fátt annað en að þrífa bursta – en það fylgir því svosem að vera förðunarfræðingur. Ég verð að viðurkenna að það er alls ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Eiginlega alveg þvert á móti, mér finnst það alveg einstaklega leiðinlegt. Þessvegna tek ég því alltaf fagnandi þegar ég kynnist nýjum aðferðum sem geta mögulega auðveldað mér lífið og þvottinn!

IMG_0100

Núna er ég að nota burstahreinsigelið frá Real Techniques, en mér finnst það frábært til að hreinsa Real Techniques burstana mína. Það er mjög létt, og þyngir alls ekki burstana. Það eina sem ég get sett út á það, er að mér finnst það stundum ekki nógu öflugt til að ná mjög feitum og kremuðum vörum úr, til dæmis varalit eða farða. Það er frábært til að þrífa allt þetta venjulega, augnskugga og púður, en ef að burstinn er mjög skítugur finnst mér ég þurfa að fara aðeins of margar umferðir með því til að ég nenni því. Þá finnst mér frábært að vera með aðra olíusápu fyrir extra erfið óhreinindi. Eins og ég sagði ykkur frá HÉR finnst mér Solid sápan frábær, en það eina sem mér finnst er að hún endist frekar stutt þegar maður á marga bursta og er að þrífa þá oft. Ég keypti mér nýlega Dr. Bronner sápustykki, en þetta er sama tegund af sápu og ég talaði um HÉR. Þessar sápur eru alveg ótrúlega flottar, alveg hreinar og það má nota þær í nánast allt. Ég valdi mér þessa grænu, en hún er með ótrúlega góðri möndlulykt. Mér finnst þægilegt að nota svona stykki, því þá get ég nuddað burstunum í það og þá fer ekkert af sápunni til spillis. Þessi sápa er líka alveg frábær til að þrífa svampa og nær öllu úr þeim strax!

IMG_0101

Nýjasta nýtt í burstahreinsuninni minni er svo nýji burstahreinsihanskinn frá Real Techniques! Þessi hanska-motta er algjör snilld, og gerir burstahreinsiferlið svo miklu fljótlegra og auðveldara. Það eru þrjú mismunandi munstur á henni, sem henta vel fyrir misstóra bursta. Ég nota mest munstrið í miðjunni, og svo litlu kúlurnar fyrir litlu augnskuggaburstana. Mér finnst muna öllu að nota svona mottu, ég er í alvöru svona fimm sinnum fljótari að ná öllu úr burstanum en áður! Mæli klárlega með að næla sér í eina svona.

Real Techniques gelið og hanskinn fást á sölustöðum RT, t.d. í Hagkaup og Apótekum.

Dr. Bronner sápuna mína fékk ég í Kost, en þær fást á fleiri stöðum.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Sumar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf, en aðrar voru keyptar af höfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: