Ég elska: FIT ME

Loksins loksins loksins er FIT ME línan frá Maybelline komin til Íslands! Það er aldeilis búið að bíða mikið eftir að við fáum þessa línu á markað hér heima – og það er góð ástæða fyrir því! Þetta er ein vinsælasta línan frá Maybelline úti í Bandaríkjunum og Evrópu, en í henni er farði, púður og hyljari. Sjálf eignaðist ég mína fyrstu Fit Me vöru fyrir um tveimur árum, og er svo sannarlega búin að vonast til að fá línuna til íslands síðan þá!

IMG_0150.JPG

Eins og nafnið gefur til kynna þá á farðinn að aðlaga sig ótrúlega vel að hverjum og einum – bæði hvað varðar lit og áferð. Farðinn hentar fyrir allar húðgerðir, en sérstaklega vel fyrir normal-þurra húð. Hyljarinn er að mínu mati besti drugstore hyljari sem ég hef prófað, hann er ekkert ósvipaður hinum víðfræga Radiant Creamy Concealer frá NARS, nema hann er aðeins þynnri sem mér finnst mikill kostur. Það sem ég elska mest við farðann er hvað hann er ofboðslega fallegur á húðinni, áferðin er aðeins meira út í ljómandi en matta, og hann blandast virkilega fallega og myndast ótrúlega vel. Hyljarinn finnst mér henta fullkomlega undir augun, og líka á roða eða annað sem maður vill hylja. Ég nota hyljara númer 10 undir augun til að lýsa upp svæðið, og nota svo númer 20 á þau svæði sem ég vill hylja en ekki lýsa upp. Púðrið er ég alltaf með í töskunni, umbúðirnar eru þægilegar og þannig í laginu að þær eru ekki að brotna í töskunni. Ég nota það til að matta mig yfir daginn ef þarf, og til að setja hyljarann undir augunum.

fitme3

Ef þig langar til að eignast línuna, þá er ég með gjafaleik í gangi þessa dagana þar sem ég ætla að gefa gjafabréf í förðun til mín, ásamt allri Fit Me línunni, og Master Sculpt contoru/highlight púðrinu og nýja Falsies Push Up Drama masaranum frá Maybelline! Þú getur farið inn á Makeup by Gyða Dröfn og tekið þátt með því að tagga vinkonu þína á myndina!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru fengnar sem gjöf, en höfundur hefur áður keypt sér sömu vörur sjálf.

2 Comments on “Ég elska: FIT ME”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: