Ég elska: Lumee hulstrið mitt!

IMG_0092

Nýlega eignaðist ég hið umtalaða Lumee hulstur á símann minn, sem er alveg ótrúlega mikil snilld! Ég fékk mér að sjálfsögðu rósagyllt í stíl við símann minn, og vegna þess að allt rósagyllt finnst mér alveg einstaklega fallegt – bara fæ ekki nóg af því!

IMG_0093

Hulstrið smellist á símann eins og venjulegt símahulstur, og breytir símanum þínum í hina fullkomnu selfie vél! Ljósið á hulstrinu er á hliðunum á símanum, og þú kveikir á því með því að ýta á takkann aftaná. Það er líka hægt að halda honum inni til að stilla ljósið, hafa það annaðhvort bjartara eða minnka það.

lumee

Sko hversu oft hef ég verið einhverstaðar stödd og langar að smella einni fullkominni selfie, en lýsingin er bara ömurleg? Oft. Þetta á ekki bara við þegar það er myrkur, því á sumum stöðum er bara ekki falleg lýsing – sem hentar auðvitað ekki þegar maður vill taka sjálfur. Verandi mikill lýsingaráhugamaður (lýsing skiptir bara svo óendanlega miklu máli!) þá elska ég þetta hulstur, og finnst geðveikt að geta smellt því á símann og vera komin með lýsingu sem ég get tekið með mér út og hvert sem er. Þetta er svolítið eins og hringljósið sem ég á heima, nema bara miklu minni útgáfa og mun meðfærilegra. Í þokkabót er það líka mjög fallegt á símanum!

Ég fékk mitt hulstur á Lumee.is.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan í færslunni var fengin að gjöf.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: