Ég mæli með: Bliss Triple Oxygen
Fyrir nokkrum vikum fékk ég tvær vörur úr Triple Oxygen línu Bliss til að prófa, en ég var ótrúlega spennt fyrir þessu nýja merki sem er tiltölulega nýkomið til landsins!
Bliss var upprunalega bara stofnað sem heilsulind, og Bliss vörurnar voru svo þróaðar og innblásnar af meðferðum heilsulindarinnar – svo þetta er nokkurnveginn merki sem leyfir þér að njóta heilsulindarinnar heima hjá þér. Triple Oxygen línan er svona þeirra signature skincare lína, og vörurnar eru stútfullar af vítamínum eins og C vítamíni. Markmið línunnar er að gefa húðinni þetta auka orkúboost – gefa henni góðann raka og lífga við þreytta og líflausa húð, og gefa henni æskufullan ljóma! Hljómar ansi vel ekki satt?
Seinustu vikur er ég búin að vera að nota bæði serumið og dagkremið í Triple Oxygen línunni og er alveg virkilega ástfangin af báðum vörunum! Í fyrsta lagi, er lyktin algjörlega dásamleg. Hún er ótrúlega fersk og það er sítrus keimur af henni – og mér finnst hún eitthvað svo upplífgandi og dásamleg. Þegar ég er ótrúlega þreytt á morgnanna hlakka ég til að fara frammúr og setja á mig kremið og serumið, því mér finnst lyktin af því strax hressa mig við. Ég byrja alltaf á að hreinsa húðina, og ber serumið á. Ég gef því svo góðann tíma til að smjúga inn í húðina áður en ég ber kremið yfir. Mér finnst eiginlega eins og þetta sé orkudrykkur fyrir húðina, því hún verður samstundis eitthvað svo fersk og falleg – og ég sé líka mikinn mun á ljómanum! Seinustu vikuna er ég búin að fá óvenjulega mörg hrós fyrir hvað húðin mín sé falleg, en ég er búin að vera að nota mjög létta farða yfir kremið til að leyfa ljómanum sem það gefur mér að skína í gegn. Ég algjörlega dýrka þessa línu og nú dauðlangar mér að prófa meira úr henni!
xxx
Færlsan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf, en færslan endurspeglar einlægt álit höfundar óháð því.
Hvar fæst þessi lína ?
LikeLike
Hún fæst t.d. í Hagkaup! 🙂
LikeLike
Hún fæst í Hagkaup t.d! 🙂
LikeLike