5 uppáhalds í febrúar!

Þá er komið að því að ég telji upp fyrir ykkur fimm hluti sem voru í uppáhaldi í seinasta mánuði!

uppahalds

1. Clarisonic Luxe Cashmere Cleanse burstahöfuð: Á seinustu Tax Free dögum nældi ég mér í nýjan burstahaus á Clarisonic burstann minn, og þessi var bara alltof mjúkur og girnilegur til að prófa hann ekki. Burstahausinn sem fylgir með burstanum er fyrir viðkvæma, en þessi er ennþá mildari. Hárin eru löng og fluffy og það er ótrúlega þægilegt að hreinsa andlitið með honum!

2. Nivea Men Sensitive After Shave Balm: Þetta er vara sem hefur heldur betur verið í umræðunni seinustu mánuði, fyrir það að vera notuð í allt annað en hún er ætluð. Þetta krem sem er hannað fyrir karlmenn er nefnilega frábært sem primer, og ég er búin að vera að nota það svoleiðis seinasta mánuðinn. Ég mæli 100% með að prófa, mér finnst það virka ótrúlega vel. Það verður svolítið klístrað, svo að farðinn límist við – skrítin útskýring en þið fattið örugglega hvað ég meina ef þið prófið. Þar sem að þetta er hannað sem krem gefur það líka mjög góðann raka!

3. NARS Sheer Glow: Ég held í alvöru að ég hafi ekki notað neinn annan farða þennan mánuðinn! Okei kannski ekki alveg en samt svona nánast. Ég er búin að vera ótrúlega föst í þessum farða frá NARS, en hann er frekar léttur og fullkominn sem dagsdaglega farði. Áferðin á honum er alveg ótrúlega falleg, og mér finnst maður vera svo frísklegur og fínn með hann.

4. Ofra Cosmetics Liquid Lipstick í litnum Havana Nights: Ég prófaði þennan varalit fyrir stuttu síðan, og hann náði mér alveg strax við fyrstu prófun. Formúlan er alveg ótrúlega góð, mjög kremuð og pigmentuð, og maður þarf ekki mikið meira en eina umferð af honum til að fá hann alveg þekjandi á varirnar. Þetta er klárlega ein af uppáhalds fljótandi varalitaformúlunum mínum sem ég hef prófað! Fæst HÉR.

5. Bliss Grapefruit+Aloe Body Butter: Okei nei sko lyktin af þessu kremi..ég er bókstaflega búin að vera obsessed. Mér finnst hún svo fáránlega góð! Ótrúlega fersk og létt greip lykt, en kremið sjálft er þykkt og mjög nærandi. Kærastinn kom mér á óvart þegar hann kom með þetta heim úr búðinni einn daginn – eftir að hafa verið búin að hlusta á mig tala um hvað ég þráði mikið að eiga það útaf lyktinni.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Sumar vörur voru fengnar sem sýnishorn, en aðrar keyptar af höfundi eða einhverjum tengdum honum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: