Gjafaleikur: Amino Energy Peach Lemonade!
Amino Energy er að droppa hverri nýju bragðtegundinni á fætur annarri. Nýjasta viðbótin er Peach Lemonade, og já: bragðið er jafn ótrúlega gott og það hljómar.
Eins mikið og ég elska Blueberry Mojito Amino, Pinapple Amino og Strawberry Lime Amino, þá er þessi nýjasta bara eitt það allra besta sem ég hef á ævi minni smakkað. Þessi bragðtegund fór í alvöru beinustu leið á toppinn sem mitt uppáhalds bragð – mér finnst hún alveg fáránlega góð. Ef þið kannist við ferskjunammið frá Haribo á myndinni, þá get ég sagt ykkur að þetta er nánast sama bragðið – kannski örlítið meira sítrónubragð af Amino-inu, sem er eitthvað sem höfðar virkilega vel til mín þar sem þið kannski vitið að ég dýrka allt með stírónu lykt/bragði. Þetta bragð er líka eins og sumar í hristibrúsa, það er svo sjúklega ferskt og gott og mig langar helst að blanda mér svona í klaka og drekka í sólinni í sumar.
En í tilefni af þessu nýja, geggjaða bragði, ætla ég að bregða á leik og gefa tvo svona dúnka! Að þessu sinni fer leikurinn í gegnum Snapchat, svo til að vera með þarftu að bæta mér við þar undir notendanafninu: gydadrofn.
Leikreglurnar eru þannig að:
1. Þú sendir mér ræktarmynd – eða mynd þar sem þú ert að stunda þá hreyfingu sem þú ert vön/vanur. Mundu að hafa myndina nógu lengi svo ég nái að screenshot-a (10sek er frábært).
2. Með myndinni seturðu notendanafnið þitt á Snapchat með á skjáinn.
Ég screenshot-a myndirnar ykkar, og dreg svo út tvo heppna og hef samband við þá á Snapchat! Leikurinn stendur fram á þriðjudagskvöld, svo það er ekkert annað í stöðunni en að drífa sig í ræktina og senda mér mynd! Athugið að myndirnar verða ekki birtar neinstaðar.
xxx
Færslan er ekki kostuð. Heildsala útvegar vinninga fyrir lesendur.