#browsonfleek

Ég eignaðist nýlega nýja augabrúnasettið frá Real Techniques, og er búin að vera með #browsonfleek síðan!

IMG_9224

Augabrúnasettið inniheldur þrjá bursta, en þeir eru allir með bognu skafti til að gera ásetningu á augabrúnir auðveldari. Ég byrja alltaf á að nota greiðuna lengst til hægri og greiða vel í gegnum brúnirnar. Næst nota ég svo skáskorna burstann í miðjunni til að móta og fylla inn í brúnarnar. Þessi bursti er án efa allra besti augabrúnabursti sem ég hef prófað! Hárin á honum eru eins og á stóra skáskorna burstanum í fjólubláa settinu, en mér finnst þau betri heldur en þau sem hafa verið í öðrum svona skáskornum burstum frá Real Techniques. Þessi týpa af hárum gerir áferðina ennþá náttúrulegri og “eðlilegri”, og dreifir vel úr litnum, en burstinn er samt nógu nettur og lítill til að geta mótað þær vel. Svamp-burstinn lengst til vinstri er sá sem ég var lengst að komast upp á lagið með, en eftir að hafa áttað mig á hvernig mér fannst best að nota hann finnst mér hann ómissandi! Ég nota hann seinast af öllum, annaðhvort hreinan eða með mjög litlu magni af vöru á, og fer með hann inn í augabrúnina til að dreyfa vel úr litnum þar, svo að áferðin verði alveg jöfn allstaðar. Hann er líka hægt að nota til að smudge-a eyeliner!

IMG_9217

Í settinu eru líka tveir plokkarar, annar með mjóum oddi (mér til mikillar ánægju) og hinn með flatari enda. Ég nota alltaf svona mjóan plokkara til að setja á mig gerviaugnhár, og finnst ómissandi að eiga svoleiðis. Ég nota hann bæði til að tylla augnhárunum á aunglokið, og líka til að klemma þau saman við mín augnhár. Hann er líka snilld til að ná í eitt og eitt hár úr augabrúninni, og laga þær til. Þessi með flatari endanum er nákvæmlega eins og sá sem ég nota alltaf til að plokka á mér augabrúnirnar. Hann er ótrúlega góður til að ná nokkrum hárum í einu, og plokka brúnirnar hratt og vel.

IMG_9038

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru fengnar sem sýnishorn, en það hefur engin áhrif á álit höfundar. Eins og ávallt endurspeglar færslan einlægt mat höfundar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: