Ég mæli með: Aur Appinu!

Kynning

Ef að þið eruð ekki búin að næla ykkur í snilldina sem Aur appið er, þá mæli ég klárlega með því!

IMG_9177

Ég er með smá sögu um kunnulegar aðstæður. Okei hver kannast ekki við að fara út að borða með vininum, kaupa saman vinkonugjöf handa þriðju vinkonunni, eða selja notaðar skólabækur á nokkra þúsundkalla? Ég er ein af þeim sem nota nánast bara kort, og þegar maður ætlar að borga sinn part í þessu öllu saman kemur alltaf setningin: æi ertu ekki bara til í að senda mér númerið þitt? Sá sem þú skuldar sendir þér númerið sitt, en þú gleymir alltaf að græja millifærsluna, og viðkomandi því orðinn frekar pirraður að vera búinn að leggja út fyrir þig og þú ekki búinn að borga. Svo kemur að því að þú loksins manst eftir að leggja inn á viðkomandi. Þú ert með númerið hans í Facebook Messenger en þarft að skrá þig inn á heimabankann á öðrum stað. Þú auðvitað getur ekki munað alla þessa talnarunu svo þú þarft að skipta á milli glugga til að færa þær inn. Við allann þennan hamagang útskráir heimabankinn þinn þig sjálfkrafa, og þú þarft að byrja allt ferlið upp á nýtt! Algjörlega óþolandi.

IMG_9171

Það er líka hægt að nota Aur til að splitta heildarupphæð!

Til að koma í veg fyrir svona vinapirring, sem gæti jafnvel bara orðið að vinamissi – okei ég er kannski að missa mig í dramatíkinni, en samt í alvöru, þá mæli ég með að kynna ykkur Aur. Þegar allir vinirnir eru komnir með Aur getur þú rukkað eða borgað með appinu, og þarft ekkert að vera að vesenast með númer eða innskráningu á heimabanka. Eina sem þú þarft að vita er símanúmer þess sem þú ætlar að borga eða rukka! Allar kortaupplýsingar eru geymdar á öruggri greiðslusíðu Borgunar, og það kostar ekkert að borga með debetkorti eða fá greitt. Ef að þið viljið borga með kreditkorti þá fylgir það verðskrá. Appið er ótrúlega einfalt og þægilegt, og er klárlega staðalbúnaður í mínum síma!

xxx

Færslan er kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: