Ég um mig: og hárlosið mitt

Svo ég byrji nú aðeins á byrjuninni: Í sirka 2 og hálft ár er ég búin að vera að glíma við ótrúlega mikið og óeðlilegt hárlos. Ég er búin að reyna bókstaflega allt. Hárkúr, þaratöflur, allskonar hármaska og hármeðferðir, meðferðir við vöðvabólgu, og bara bókstaflega allt sem fólki er ráðlagt við hárlosi. Ég er búin að fara í nokkra læknatíma og blóðprufur, en aldrei finnst nein almennileg ástæða fyrir þessu mikla hárlosi. Við erum að tala um hár bókstaflega allstaðar. Lúkur af hári í sturtunni í hverri einustu viku. Hár útum allt gólf. Hár á koddaverinu og sænginni. Hár í töskunni minni. Hár innanundir bolnum mínum. Svo ég tali nú ekki um hár í matnum! Hárlosið er ekki alltaf eins, það kemur í bylgjum þar sem það er extra mikið, en er samt alltaf til staðar. Það kemur kannski engum á óvart að í framhaldi af þessu mikla hárlosi er ég komin með frekar þunnt hár. Það er fyrir mjög fíngert, svo þegar það losnar svona mikið af hári úr þá verður það voða flatt og líflaust. Eins og ég segi þá er ég búin að reyna ýmislegt, en hingað til var ekkert búið að hafa þau áhrif á hárlosið sem ég vildi. Það var svo um daginn þegar ég las þessa færslu HÉR hjá henni Ernu minni, að ég rakst á vörurnar frá Nioxin. Ég ákvað að sækjast eftir að fá að prófa, sem ég fékk, og langar að segja ykkur mína reynslu hér!

IMG_9144

Nioxin vörurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir hár (eða hársvörð) með mikið hárlos. Meðferðirnar eru sex talsins og henta mismunandi hárgerðum og týpum, og eftir því hvernig hárið hefur verið meðhöndlað. Það sem mér fannst merkilegast við vörurnar, var þessi nýja nálgun á hárlos. Ef maður hugsar aðeins rökrétt, þá kemur hárlos auðvitað frá hársverðinum en ekki hárinu sjálfu. Samt einhvernveginn gerir maður strax eitthvað fyrir hárið þegar maður fær hárlos – eins og að taka hárkúr eða þaratöflur. En ætti maður ekki frekar að vera gera eitthvað fyrir hársvörðinn? Það er semsagt pælingin bakvið Nioxin!

IMG_9133

Mín meðferð var númer 4, en hún var valin fyrir mig af sérfræðing.

Hársvörðurinn okkar er í raun ekkert annað en framlenging af húðinni á andlitinu. Við erum langflestar duglegar að nota allskonar hreinsa og krem fyrir húðina á andlitinu, en gerir einhver eitthvað fyrir hársvörðinn? Ég geri það núna! Nioxin vörurnar eru semsagt hugsaðar sem sambærilegar meðferðir fyrir hársvörðinn og það sem við notum fyrir andlitið. Meðferðin inniheldur þrjár vörur, sjampó, næringu og eftirmeðferð. Sjampóið virkar eins og hreinsir sem hreinsar húðfitu og önnur óhreinindi sem geta leynst á yfirborði hársvarðarins, og koma í veg fyrir að hár komist auðveldlega upp úr hársekknum. Hárnæringin er eins og toner sem jafnar pH gildi húðarinnar í hársverðinum og mýkir hann. Eftirmeðferðin, seinasta varan í meðferðinni, er svo hugsuð fyrir hársvörðinn eins og dagkrem fyrir húðina. Hún er ekki skoluð úr, en nuddað vel í hársvörðinn eftir þvott og leyft að vera í.

IMG_9140

Til að sjá árangur af Nioxin meðferðinni áttu að nota hana á hverjum degi í 31 dag. Nú er ég búin að vera að nota meðferðina frá Nioxin seinustu þrjár vikur, 21 dag. Ég viðurkenni samt að ég er búin að missa nokkra daga úr, en þeir eru örugglega ekki fleiri en 2-3. Strax eftir fyrstu skiptin fann ég mikinn mun, en bæði sjampóið og hárnæringin eru mjög örvandi fyrir hársvörðinn. Lyktin af því er mjög fersk myntulykt, og maður finnur það örva hársvörðinn og auka blóðflæðið. Þar sem að hárið mitt er frekar þurrt í endana og mér fannst Nioxin næringin ekki alveg nógu öflug fyrir þá, þá setti ég alltaf aðeins af minni venjulegu næringu bara rétt í endana. Næringin er hvortsemer meira hugsuð fyrir hársvörðinn svo ég makaði henni vel í hann, og setti svo aðra aðeins rakameiri næringu rétt í endana. Ég gerði þetta líka þegar ég kom úr sturtu, setti olíu rétt í endana, en setti svo vel af eftirmeðferðinni í hársvörðinn.

IMG_0044

En hvernig voru svo áhrifin? Eins og ég segi þá fann ég mikinn mun strax eftir fyrstu skiptin. Aðallega fann ég hvað hársvörðurinn örvaðist og mér fannst hárið vera að styrkjast. Eftir svona eina og hálfa viku fór ég svo að sjá mun á hárflókanum sem myndaðist alltaf í sturtunni, og núna er ég hætt að týna hár af peysunni minni mörgum sinnum á dag. Hárlosið mitt er ennþá til staðar, en í mun minna mæli og ég sé mjög mikinn mun. Mér finnst ég ekki vera alveg tilbúin að hætta að nota vörurnar strax, en mig langar að halda því áfram í einhvern tíma í viðbót. Mér finnst nefnilega vörurnar líka alveg frábærarar fyrir hárið mitt! Línan mín er auðvitað sérstaklega gerð fyrir þunnt hár, og hún gerir hárið mitt miklu fyllra og fallegra.

IMG_9132

Ég verð samt líka að nefna efni sem fyrir mér er eiginlega stjarnan í sýningunni! Það er nefnilega Diaboost efnið sem ég fékk líka með Nioxin pakkanum mínum til að prófa. Þetta er efni sem gefur hverju einasta hári (sem eftir er) meira umfang. Sirka viku eftir að ég byrjaði að nota það fór kærastinn að gera athugasemdir við hárið á mér, að það væri miklu meira “púffað” og fallegra. Ég er nefnilega alveg sammála honum! Hárið mitt er einhvernveginn miklu fyllra og fallegra og ég sé alveg ótrúlega mikinn mun eftir að hafa notað þetta efni á hverjum degi. Ég nota það yfirleitt í þurrt hár, en það má líka nota í rakt hár. Það er gott að taka fram að það inniheldur ekki hitavörn, og því þarf að nota svoleiðis með ef maður ætlar að nota hárblásara eða önnur hituð mótunaráhöld. Hinar Nioxin mótunarvörurnar eru líka frábærar fyrir flata hárið mitt, en ég nefndi einmitt þykkingarspreyið HÉR, og svo finnst mér froðan líka frábær. Mótunarvörurnar eru hannaðar með sömu hugmyndafræði í huga og meðferðin, svo þær stífla ekki hársekkina.

IMG_9127

Ef að þið eruð að glíma við mikið hárlos, þá mæli ég 100% með að prófa Nioxin. Nioxin fæst á hárgreiðslustofum, þar sem ég mæli með að þið fáið fagmann til að leiðbeina ykkur um hvað hentar ykkar hári best!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru fengnar sem sýnishorn að ósk höfundar, en það hefur engin áhrif á það álit er sett er fram í færslunni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: