Stíllinn: Outfit Vika 15.-19. feb!

Ég er búin að fá margar beiðnir seinustu mánuði um að taka aftur upp fleiri liði tengda stíl og tísku, og margir eru búnir að biðja um að fá outfit vikurnar aftur. Ég tek svona ábendingum fagnandi og ákvað í seinustu viku að taka myndir af outfittum vikunnar og deila með ykkur!

IMG_0046

Mánudagur: Kærastinn sló heldur betur í gegn með valentínusargjöfinni í ár, en hann gaf mér nýja Nike Air Max Thea. Ég gat ekki beðið eftir að prófa þá, og skellti mér því í þá á mánudeginum. Peysan sem ég er í var líka ný, en ég fékk hana í Gallerí 17 í Kringlunni. Ég veit að ég á eftir að nota hana ótrúlega mikið því hún er fullkomin til að henda sér í – ótrúlega þægileg. Úrið mitt er frá Daniel Wellington, og þið getið notað afsláttarkóðann ‘gydadrofn‘ í nokkra daga í viðbót!

IMG_0049

Þriðjudagur: Suma daga er bara ekkert annað í stöðunni en að nýta spegla á klósettum til að taka mynd af outfittinu. Þarna var ég akkúrat á hraðferð en náði að smella þessum. Ég var í uppáhalds kápunni minni, en hún er ljós og úr ullarefni og ég fékk hana í Vero Moda fyrr í vetur. Klúturinn er úr I Am í Kringlunni, og svarti rúllukragabolurinn sem ég er í innanundir er úr H&M.

IMG_0047

Miðvikudagur: Á miðvikudaginn réð svart og gyllt ríkjum, en ég stóðst ekki mátið og skellti mer aftur í nýju fínu Nike skónna mína. Ég er svo í sama rúllukragabol og daginn áður úr H&M. Hann er síður, sem er akkúrat eins og ég vill hafa alla boli og ég er búin að ofnota hann! Yfir er ég svo í PU jakkanum sem ég keypti í Vero Moda fyrir sirka tveim vikum síðan. Þetta er eiginlega eini “leður” jakkinn sem ég hef átt og fílað almennilega, hann er svo ótrúlega mjúkur og góður og passar við allt. Hálsmenið er úr I Am í Kringlunni og taskan er frá Michael Kors.

IMG_0048

Fimmtudagur: Á fimmtudaginn kíkti ég í nýja og breytta Vero Moda Smáralind, og var ekki lengi að sjá þennan fallega kjól og falla fyrir honum. Mér finnst liturinn ótrúlega fallegur, og sniðið er eitthvað svo fullkomið! Sokkabuxurnar sem ég er í eru nýju uppáhalds sokkabuxurnar mínar – svartar All Colors Shapers frá Oroblu. Þær eru frekar þykkar, en með pínu aðhaldi, sem er samt alls ekki of stíft og óþægilegt heldur ótrúlega þægilegar og mjukar. Must have!

IMG_0050

Föstudagur: Á föstudaginn var ég í svartri skyrtu sem ég keypti mér fyrir stuttu síðan í Vero Moda. Í alvöru sko, ég má bara ekki fara inn í Vero Moda – ég sé mér alltaf eitthvað fallegt sem mig langar í! Þessi skyrta var samt eiginlga bara merkt mér, hún er úr fallegu svörtu silkilegu efni, síð og svo er hún smá opin í bakið. Fullkomin til að vera í fallegum blúndutopp innanundir. Pelsinn er líka frá Vero Moda en ég fékk hann fyrir áramót, og er búin að nota ótrúlega mikið. Skórnir eru uppáhalds skórnir mínir, fylltir hælar frá Steve Madden sem ég eignaðist í einni ameríkuferðinni í sumar.

Screen Shot 2016-02-21 at 17.56.54

Ég vona að þið fagnið endurkomu outfit vikunnar – ég mun allavega gera það!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar í færslunni voru keyptar af höfundi sjálfum, eða einhverjum tengdum henni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: