Fyrir strákana: og skeggið!

Loksins er komið að færslu hér á blogginu sem er sérstaklega ætluð fyrir strákana! Nú eða þá stelpurnar sem langar að hugsa vel um strákana sína. Á mínu heimili er það nú reyndar yfirleitt ég sem sé um kremkaup og þessháttar – kærastinn sér um aðra mikilvæga hluti og mér finnst það bara fín verkaskipting. Það hefur nú varla farið framhjá neinum að skegg eru heldur betur í tísku á íslandi um þessar mundir, og svo styttist auðvitað í mottumars. Mér fannst því tilvalið að segja ykkur frá tveim vörum sem eru fullkomnar fyrir stráka sem eru með skegg!

IMG_8884

L’oreal Men Expert Hydra Energetic 3-Day Beard Moisturiser: Þetta létta krem er fullkomið fyrir “þriggja daga skeggið” svokallaða. Það er sérstaklega hannað fyrir húð með skegg, og smýgur mun betur undir skeggið og í húðina. Það getur nefnilega oft verið mjög erfitt að næra húðina sem er undir skegginu. Kærastinn hefur oft kvartað um önnur krem að þau festist í skegginu hans, og skeggið verður kannski hvítt og leiðinlegt þegar það þornar. Þetta krem gerir það alls ekki, og honum finnst það vera frábært þó hann sé kominn með mun meira en þriggja daga skegg. Kremið fæst í Hagkaup og Apótekum.

Mr. Bear Family Beard Brew: Þessa skeggolíu fékk kærastinn einmitt í bóndadagsgjöf frá mér um daginn, og þar sem ég valdi gjöfina valdi ég að sjálfsögðu sítrónulyktina! Þessi olía er frábær fyrir skeggið sjálft, og að sögn kærastans gerir hún það mun mýkra og þægilegra. Honum finnst frábært að nota þessa á kvöldin, og vakna með mjúkt og dásamlegt skegg um morguninn. Það er líka mikill kostur fyrir mig að skeggið sé mýkra, og stingi mig ekki í hvert skipti sem mig langar að knúsa manninn minn! Þú finnur sölustaðina HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð og vörur voru keyptar af höfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: