Review: Lipkit by Kylie

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá öllum Kardashian aðdáendunum þarna úti að yngsta systirin, Kylie, er búin að gefa út sitt eigið Lip Kit. Hún kallar merkið sitt Kylie Cosmetics og fyrsta varan er Lipkit by Kylie, sem ég varð að sjálfsögðu að næla mér í!

IMG_8837

Það getur nú verið alveg hægara sagt en gert að ætla næla sér í eitt svona – maður gæti jafnvel sagt að það væri fyrir lengra komna. Lip kittin hennar Kylie eru búin að vera svo vinsæl að verksmiðjan hreinlega hefur ekki undan að framleiða, þau seljast alltaf upp á örfáum sekúndum. Ég var hinsvegar ein af þeim heppnu sem náði að næla mér í eitt stykki í þarsíðustu sendingu, en mig langaði að eignast bæði Dolce K og True Brown K. Dolce var uppseldur áður en ég náði að setja hann í körfuna, en ég stökk að sjálfsögðu á True Brown K. Næsta skref er svo að eignast Dolce K, ég er viss um að það sé akkúrat hinn fullkomni litur fyrir mig! Þið getið keypt lipkit-in hér: kyliecosmetics.com.

IMG_8829

Kittið inniheldur einn varablýant, og fljótandi mattan varalit í stíl. True Brown liturinn er hlýr dökkbrúnn, og er ótrúlega fallegur. Þó að ég sé ekki vön að vera með mjög dökkan varalit þá langaði mér að prófa að kaupa mér þennan, og svei mér þá ég held bara að ég venjist honum einn daginn! Sjáum til. En allavega, það sem ég hef að segja um lip kittið: varablýanturinn er mjög mjúkur, og virkilega mikill litur í honum. Hann minnir mig svolítið á pro longwear varablýantana frá Mac ef þið þekkið þá. Ég notaði hann til að fara eftir útlínum varanna, og fyllti líka inní – en ég hefði alls ekkert þurft þess þar sem varaliturinn sjálfur er með ótrúlega góðri þekju. Ég setti svo varalitinn yfir, og hann þornar á svona 3-5 mínútum og verður alveg mattur. Hann endist ótrúlega vel, en ég var með minn í allan dag og hann haggaðist ekki, fyrir utan að útlínurnar byrjuðust aðeins að verða ekki jafn skýrar. Næst ætla ég að prófa að gera útlínurnar með varalitnum og varalitapensli, því mér fannst varaliturinn haldast betur en varablýanturinn. Hann getur þurrkað varirnar eins og allir aðrir mattir varalitir, en mér fannst það samt ekkert neitt áberandi meira en af öðrum og það truflaði mig ekki beint. Ég set alveg varasalva yfir svona matta varaliti ef ég er orðin þurr og finnst það bara fínt!

IMG_0036IMG_0037

Hérna sjáið þið hvernig liturinn kemur út á vörunum. Ég er alveg ótrúlega hrifin af honum, og sérstaklega þegar ég horfi á þessar myndir..eins og ég segi er ég alltaf að færa mig uppá skaftið með varaliti – en það er aldeilis búið að taka langan tíma. En ef að ykkur langar að eignast ykkar eigið Kylie Lipkit þá mæli ég algjörlega með því, virkilega góður varablýantur og mattur varalitur – og svo eru litirnir líka fullkomnir! Ég mæli með að fylgjast með þeim á instagram til að vera viss um að vita af því þegar þau koma aftur í sölu 🙂

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vöruna í færslunni keypti höfundur sjálfur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: