Gyðadröfn: Tax Free hugmyndir!

Ertu haldin alveg óstjórnlegri löngun til að eyða peningunum þínum í snyrtivörur á Tax Free dögum í Hagkaup en veist bara ekkert hvað þú átt að kaupa? Ég er með nokkrar góðar hugmyndir handa þér!

taxfree

1. Real Techniques Eyebrow Set: Það fyrsta sem ég myndi ekki láta framhjá mér fara á Tax Free dögum er nýja augabrúnasettið frá RT. Það inniheldur þrjá bursta sem hjálpa þér að fullkomna augabrúnirnar, auk tveggja plokkara!

2. Duo Augnháralím grænt: Þetta lím finnst mér vera allra besta augnháralímið, því það kemur í umbúðum með litlum bursta sem er auðvelt að nota til að pensla líminu á bandið á augnhárunum. Must að eiga!

3. Essie Gel Setter: Þetta frábæra yfirlakk frá Essie er loksins komið aftur eftir að hafa verið uppseld í einhvern tíma, en þetta er yfirlakk sem gefur þér extra sterka gel áferð á naglalakkið þitt og lætur það endast mun lengur!

4. Bourjoris Healthy Mix Serum: Þessi farði er alveg ótrúlega fallegur, og í leiðinni góður fyrir húðina. Hann er nefnilega serum blandaður og inniheldur vítamín og önnur góð efni sem næra húðina, auk þess að vera farði. Fullkomið!

5. Chanel Poudre Universelle Libre: Þetta lausa púður frá Chanel ætla ég einmitt sjálf að næla mér í í þetta skiptið, en áferðin á því er algjörlega dásamleg. Þetta er í raun og veru laus púðurfarði, en mér finnst það fullkomið sem setting púður og til að fá fullkomna áferð á húðina!

6. Baby Lips Balm and Blush: Ótrúlega krúttleg nýjung í Baby Lips línunni eru þessar litlu kúlur sem er bæði hægt að nota á varirnar og á kinnarnar. Þær eru til í 5 fallegum litum, og ég mæli með að kíkja á þær!

7. Clinique All About Eyes augnkrem: Ég fékk litla útgáfu af þessu augnkremi í Sephora um daginn, og nú dauðlangar mér að næla mér í það. Það er frekar létt, en gefur samt virkilega góðann raka og dregur úr þrota undir augunum.

8. L’oreal So Couture: Ég held bara að ég fái aldrei nóg af þessum maskara..hann er búinn að vera uppáhalds í rúmlega tvö ár, og í mínum heimi er það sko heil eilífð!

9. Blue Lagoon Silica Body Scrub: Ég eignaðist þennan skrúbb fyrir áramót, og er að verða búin með hann, þyrfti jafnvel að endurnýja hann..þar sem hann er algjör snilld! Ótrúlega góður í sturtunni, og lyktin af honum er alveg dásamleg. Mér finnst vera svo ótrúlega mikill SPA fýlingur í öllu frá Bláa Lóninu, og þessi skrúbbur er engin undantekning.

10. Elizabeth Arden Flawless Start primer: Þessi primer er alveg ótrúlega svipaður hinum víðfræga Porefessional frá Benefit, en hann gefur alveg ótrúlega fallega áferð á húðina, og fyllir upp í svitaholur og fínar línur. Hann er líka á mjög svipuðu verði og Porefessional er sjálfur, svo hann er fullkomið dupa fyrir þá sem langar að eignast hann en komast ekki í Sephora!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: