5 uppáhalds í janúar!

Liðurinn 5 uppáhalds er búinn að vera í smá pásu seinutu mánuði, en það byrjaði held ég þegar ég gleymdi að gera hann einn mánuðinn. Mig langar samt endilega að taka hann upp aftur svo hér er ég komin með 5 uppáhalds hluti frá janúar mánuði!

uppahalds (1)

1. MakeUp Eraser: Þetta er klárlega ein mesta snilld sem ég hef uppgötvað lengi! Eins og ég sagði frá á Snapchat (gydadrofn) þá held ég að ég sé að fara spara helling í hreinsivörur á næstu mánuðum, þar sem þessi er algjörlega tekinn við af þeim til að hreinsa af mér farðann á kvöldin. Ég fékk minn í Sephora en hann fæst HÉR.

2. MUA Matte Perfect Loose Powder: Ég fékk að prófa þetta setting púður frá merkinu MUA um daginn, og er alveg ótrúlega ánægð með það! Það er fullkomið til að setja farða og hyljara, og svo er líka hægt að nota það til að “baka”, fyrir þá sem vilja það. Það fæst HÉR.

3. Milani Baked Blush í litnum Luminoso: Ég nældi mér í þennan í apóteki í Washington um daginn, og hann er búinn að vera í stöðugri notkun síðan. Hann er algjörlega fullkomlega ferskjulitaður, og verður svo ótrúlega fallega gegnsær á húðinni. Fæst t.d. HÉR.

4. Moroccanoil Body Buff: Þessi dásamlegi skrúbbur er búinn að vera uppáhalds frá því ég prófaði hann – hann er gelkenndur en breytist í olíu þegar maður nuddar honum á húðina. Maður notar hann á þurra húð, og skolar hann svo af, og húðin verður svo silkimjúk eftir hann.

5. Nioxin Thickening Spray: Þetta sprey fékk ég með meðferðarpakkanum sem ég fékk frá Nioxin – sem ég sagði frá á Snapchat. Ég segi ykkur frá því síðar í mánuðinum, en þangað til langaði mig að minnast á þetta dásamlega sprey. Þetta er þykkjandi sprey sem ég spreyja í allt hárið mitt og það verður mikla þykkra og fyllra – eitthvað sem ég elska!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Sumar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf frá heildsölu, en aðrar voru keyptar af höfundi sjálfum.

3 Comments on “5 uppáhalds í janúar!”

  1. Pingback: Ég um mig: og hárlosið mitt | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: